Óli Björn - Alltaf til hægri

Skattar, efnahagslegt frelsi og jafnræði einstaklinga

February 6, 2020

Efnahagslegt frelsi er einn af hornsteinum frjáls samfélags. Einn mikilvægasti þáttur efnahagslegs frelsis er rétturinn til að ráðstafa því sem aflað er. Hið sama á við um réttinn til að ráðstafa eignum án afskipta annarra.

Flest ef ekki öll lýðræðisríki hafa talið nauðsynlegt að innheimta skatta af tekjum einstaklinga. Rökin fyrir tekjuskatti hafa fyrst og síðast verið tvíþætt. Annars vegar sé hinu opinbera nauðsynlegt að afla tekna til að standa undir starfsemi ríkis og sveitarfélaga, og hins vegar eigi að nýta skattkerfið til að jafna lífskjörin – færa fjármuni frá einum til annars.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App