Episodes
Sunday Sep 05, 2021
Skattheimtuflokkarnir
Sunday Sep 05, 2021
Sunday Sep 05, 2021
Lausn vinstri ríkisstjórnarinnar 2009 til 2013 við vanda ríkissjóðs var einföld: Skattar voru hækkaðir og útgjöld til velferðarmála skorin niður.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem gjarnan er kennd við Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon, en kenndi sjálfa sig við Norræna velferð, gerði nær 200 breytingar á sköttum á valdatíma sínum, - skattar jafnt á einstaklinga og fyrirtæki voru hækkaðir. Nær ógjörningur var fyrir almenning eða stjórnendur fyrirtækja að fylgjast með sífelldum breytingum.
Launafólk varð harkalega fyrir barðinu á skattastefnunni. Skattprósenta var hækkuð og tekjutenging barnabóta aukin og tenging persónuafsláttar við vísitölu neysluverðs afnumin.
Þingmenn vinstri stjórnarinnar fór í keppni við að boða sífellt hærri skatta - ekki síst á launatekjur. Svipaður söngur heyrist nú í aðdraganda kosninga.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.