Óli Björn - Alltaf til hægri

Spurning sem forðast er að svara

December 17, 2020

Síðustu 12 ár hafa skatt­greiðend­ur látið rík­is­miðlin­um í té nær 46 millj­arða króna á föstu verðlagi. Aug­lýs­inga­tekj­ur, kost­un og ann­ar samkeppnisrekstur hef­ur skilað fyr­ir­tæk­inu tæp­um 24 millj­örðum króna. Alls hef­ur Rík­is­út­varpið því haft upp und­ir 70 millj­arða úr að moða. Þá er ekki tekið til­lit til beinna fjár­fram­laga úr rík­is­sjóði til að rétta af fjárhagsstöðu fyr­ir­tæk­is­ins eða sér­kenni­legr­ar lóðasölu við Efsta­leiti.

Það er merki­legt hve illa og harka­lega er brugðist við þegar spurt er hvort önn­ur og betri leið sé ekki fær til að styðja við ís­lenska dag­skrár­gerð, menningu, list­ir og sögu, en að reka op­in­bert hluta­fé­lag. Hvernig ætli íslensk kvik­mynda­flóra, dag­skrár­gerð og menn­ing liti út ef þess­ar grein­ar hefðu fengið 46 millj­arða til sín síðustu 12 ár? Örugg­lega ekki frá­breytt­ari. Lík­lega lit­rík­ari og öfl­ugri.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App