Episodes
Thursday Dec 17, 2020
Spurning sem forðast er að svara
Thursday Dec 17, 2020
Thursday Dec 17, 2020
Síðustu 12 ár hafa skattgreiðendur látið ríkismiðlinum í té nær 46 milljarða króna á föstu verðlagi. Auglýsingatekjur, kostun og annar samkeppnisrekstur hefur skilað fyrirtækinu tæpum 24 milljörðum króna. Alls hefur Ríkisútvarpið því haft upp undir 70 milljarða úr að moða. Þá er ekki tekið tillit til beinna fjárframlaga úr ríkissjóði til að rétta af fjárhagsstöðu fyrirtækisins eða sérkennilegrar lóðasölu við Efstaleiti.
Það er merkilegt hve illa og harkalega er brugðist við þegar spurt er hvort önnur og betri leið sé ekki fær til að styðja við íslenska dagskrárgerð, menningu, listir og sögu, en að reka opinbert hlutafélag. Hvernig ætli íslensk kvikmyndaflóra, dagskrárgerð og menning liti út ef þessar greinar hefðu fengið 46 milljarða til sín síðustu 12 ár? Örugglega ekki frábreyttari. Líklega litríkari og öflugri.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.