Episodes
Monday Mar 29, 2021
Staðnað stjórnmálalíf
Monday Mar 29, 2021
Monday Mar 29, 2021
Ármann Sveinsson vakti strax athygli sem rökfastur hugsjónamaður en hann féll frá aðeins 22 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hann mikil áhrif meðal jafnaldra sinna en ekki síður á þá eldri í Sjálfstæðisflokknum. Í málflutningi var Ármann rökfastur og ákveðinn. Hann var mikill baráttumaður, en alltaf af drengskap. Hann naut mikils trausts félaga sinna og gekk að öllum verkefnum með dugnaði og atorku.
Í minningargrein um Ármann segir Friðrik Sophusson svo:
"Ármann Sveinsson var hugsjónamaður, sem með hugsjónum sínum og athafnaþrá glæddi umhverfi sitt lífi. Um hann lék jafnan ferskur blær og stundum stormsveipir, eins og oft vill verða um menn, sem eru fastir fyrir og kaupa ekki fylgi á kostnað hugsjóna sinna. Hann var afburða vinsæll í vinahópi og virtur af andstæðingum. Jafnframt því að eiga glæstar hugsjónir var Ármann raunsær baráttumaður, sem var ákveðinn í því að gera hugsjónir sínar að veruleika. Vandaður undirbúningur, auk staðgóðrar þekkingar á íslenzkum hagsmunum og þjóð lífi, var ávallt grundvöllur undir baráttu hans fyrir bættu þjóðfélagi. Hann var sívinnandi og óþreytandi og missti aldrei sjónar af markmiðinu. Þeir, sem börðust með honum og undir forystu hans, gátu átíð vænzt árangurs."
Í þessum þætti fjalla ég um gagnrýni Ármanns á staðnað stjórnmálalíf og almenn áhugaleysi á stjórnmálum. Í mörgu gæti sú gagnrýni hafa verið sett fram í dag.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.