Óli Björn - Alltaf til hægri

Starfsmenn án landamæra - heilbrigðisstarfsmenn

December 20, 2020

Það hef­ur verið gæfa okk­ar Íslend­inga að eiga fjöl­breytt­an hóp heil­brigðis­starfs­manna sem sótt hef­ur sér­fræðimennt­un, reynslu og þekk­ingu til annarra landa, en snúið aft­ur heim til starfa. En það er langt í frá sjálf­gefið að ungt fólk sem legg­ur slíkt á sig ákveði að koma aft­ur og veita okk­ur þá þjón­ustu sem við þurf­um á að halda. Hér ráða launa­kjör ekki öllu, held­ur starfsaðstaðan sem er í boði en einnig val­frelsi um starfs­vett­vang. Það er ekki sér­lega heill­andi til­hugs­un eft­ir margra ára nám og starfs­mennt­un að eiga þann eina kost að koma til starfa inn­an veggja rík­is­rekstr­ar.

Lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræðing­ar og aðrir hæfi­leika­rík­ir heil­brigðis­starfs­menn vilja eiga sömu mögu­leika og all­ir aðrir til að stofna eigið fyr­ir­tæki – verða sjálf­stæðir at­vinnu­rek­end­ur. En andstaðan við einkafram­takið er djúp­stæð meðal stjórn­mála­manna stjórn­lynd­is.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App