Episodes
Sunday Dec 20, 2020
Starfsmenn án landamæra - heilbrigðisstarfsmenn
Sunday Dec 20, 2020
Sunday Dec 20, 2020
Það hefur verið gæfa okkar Íslendinga að eiga fjölbreyttan hóp heilbrigðisstarfsmanna sem sótt hefur sérfræðimenntun, reynslu og þekkingu til annarra landa, en snúið aftur heim til starfa. En það er langt í frá sjálfgefið að ungt fólk sem leggur slíkt á sig ákveði að koma aftur og veita okkur þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Hér ráða launakjör ekki öllu, heldur starfsaðstaðan sem er í boði en einnig valfrelsi um starfsvettvang. Það er ekki sérlega heillandi tilhugsun eftir margra ára nám og starfsmenntun að eiga þann eina kost að koma til starfa innan veggja ríkisrekstrar.
Læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir hæfileikaríkir heilbrigðisstarfsmenn vilja eiga sömu möguleika og allir aðrir til að stofna eigið fyrirtæki – verða sjálfstæðir atvinnurekendur. En andstaðan við einkaframtakið er djúpstæð meðal stjórnmálamanna stjórnlyndis.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.