Episodes
Monday Nov 15, 2021
Stjórnlyndi á vaktinni
Monday Nov 15, 2021
Monday Nov 15, 2021
Stjórnlyndir samfélagsverkfræðingar og ríkisreknar barnfóstrur láta ekki að sér hæða og eru alltaf á vaktinni. En framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar leggja ekki árar í bát. Þeir finna nýjar leiðir, móta nýjar hugmyndir og ryðja farveg þar sem tækni samtímans er nýtt. Á undanförnum árum hefur komið fram á sjónarsviðið fjöldi hlaðvarpa sem mörg hver hafa notið mikilla vinsælda. Fjölbreytileikinn virðist óendanlegur; þjóðmál, sagnfræði, kvenréttindi, heilsa, hugleiðsla, listir og menning, íþróttir og raunar nær allt mannlegt. Halda má því fram að hlaðvörp framtakssamra einstaklinga hafi verið og séu vaxtarbroddar íslenskrar fjölmiðlunar síðustu misserin. Þegar efnilegir vaxtarbroddar ná að festa rætur getur kerfið – báknið – ekki á sér setið. En í stað þess að vökva er klipið og sært.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.