Episodes
Thursday Aug 18, 2022
Sundrung og félagafrelsi
Thursday Aug 18, 2022
Thursday Aug 18, 2022
Almennir félagsmenn verkalýðsfélaga sitja áhrifalitlir hjá þegar formenn eru í illdeilum hver við annan. Að einhverju verður launafólk að horfa í eigin barm. Herskáir verkalýðsleiðtogar hafa ekki síst komist til valda í skjóli þess að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna nýtir sér ekki rétt til að kjósa forystu. Stór hluti launafólks er óvirkur í starfi eigin stéttarfélags og fyrir því kunna að vera margar ástæður.
Óháð sundrungu innan Alþýðusambands Íslands er ljóst að komandi kjarasamningar verða flóknir og erfiðir. Og eins og svo oft áður verður þess krafist að ríkisvaldið grípi til aðgerða til að samningar náist. Kröfurnar verða miklar. Aukna skal útgjöld á flestum sviðum, tryggja byggingu þúsunda félagslegra leiguíbúða, og svo framvegis. Listinn verður langur.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.