Episodes
Sunday Feb 05, 2023
Uppreisn frjálshyggjunnar
Sunday Feb 05, 2023
Sunday Feb 05, 2023
Fyrir 44 árum kom út bókin Uppreisn frjálshyggjunnar - ritgerðarsafn 15 ungra karla og kvenna sem áttu það sameiginlegt að vera virkir þátttakendur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Bókinni var ætlað að vera innlegg í hugmyndabaráttu samtímans og vopn í baráttunni milli stjórnlyndis og ríkishyggju annars vegar og sjálfstæði og frjálshyggju hins vegar.
Þótt bókin beri merki þess tíma sem hún var skrifuð, á hún enn erindi við alla sem láta sig hugmyndabaráttu einhverju skipa. Hún var og er enn brýning fyrir alla sjálfstæðismenn að vera trúir hugsjónum um frelsi einstaklingsins og hvatning til að marka skýra stefnu og verða hreyfing fólks úr öllum stéttum en ekki stofnun sem sækir allt sitt vit til embættismanna.
Að þessu sinni sæki ég í skrif Davíðs Oddssonar, Friðriks Sophussonar og Þorsteins Pálssonar.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.