Episodes
Tuesday May 16, 2023
Útgjaldaregla er beittasta verkfæri fjármálaráðherra
Tuesday May 16, 2023
Tuesday May 16, 2023
Það er aldrei einfalt að koma saman fjármálaáætlun til fimm ára en líklega sjaldan flóknara en við ríkjandi aðstæður. Verðbólga er mikil, vextir hafa hækkað verulega, þensla er á flestum sviðum. Við slíkar aðstæður er farið úr öskunni í eldinn ef útgjöld eru aukin umfram vöxt efnahagslífsins. Vandi fjármálaráðherra er sá að þrýstingurinn á aukningu útgjalda er mikill og eru fáir saklausir í kröfugerð um aukna fjármuni til flestra málaflokka. Staðreyndin er að minnsta kosti sú að fjármálaráðherra á ekki marga bandamenn. Þróun síðustu ára, en ekki síst staða í efnahagsmálum um þessar mundir, hefur sannfært mig um nauðsyn þess að lögfesta útgjaldareglu og hafa hana sem meginreglu við stjórn opinberra fjármála. Með slíkri reglu fær fjármálaráðherra beittara verkfæri en áður til að stuðla að ábyrgri stjórn ríkisfjármála sem styður við aukið jafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.