Episodes
Tuesday Jan 24, 2023
Varðmenn kerfisins og hagkvæmni ríkisrekstrar
Tuesday Jan 24, 2023
Tuesday Jan 24, 2023
Talsmenn ríkisrekstrar þola illa að bent sé á mikla aukningu ríkisútgjalda á umliðnum árum. Og fátt virðist fara verr í þá en þegar spurt er hvort almenningur fái betri og tryggari þjónustu í samræmi við aukin útgjöld ríkisins. Varðmenn ríkisrekstrar – kerfisins – bregðast hart við þegar reynt er að spyrna við fótunum – koma böndum á aukningu ríkisútgjalda og hærri skattheimtu. Í draumaríki þeirra eru lífsgæði mæld út frá hlutfallslegri stærð þeirrar sneiðar sem hið opinbera tekur af þjóðarkökunni – hversu djúpt er seilst í vasa launafólks og fyrirtækja. Því stærri sneið og því dýpra sem er farið, því betra er samfélagið. Engu skiptir þótt kakan verði sífellt minni og krónunum í vösum launafólks fækki. Hlutfallsleg stærð sneiðarinnar er mælikvarðinn, sem allt miðast við.
Þessi hugsunarháttur ríkisrekstrarsinna mun fyrr fremur en síðar leiða okkur í ógöngur og draga úr lífskjörum til framtíðar.
Verkefni komandi ára er því ekki að auka enn frekar útgjöld ríkisins, heldur að aukna framleiðni í opinberum rekstri og tryggja aukna hagkvæmni.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.