Episodes

Thursday Nov 06, 2025
Hægri menn standa á krossgötum
Thursday Nov 06, 2025
Thursday Nov 06, 2025
Við sem erum hægri menn getum ekki einblínt á ofstæki vinstri manna en látið pólitíska rétthugsun og yfirgang svokallaðra hægri mann óátalin. Barátta okkur fyrir frelsi – málfrelsi – er barátta fyrir frelsi allra ekki aðeins þeirra sem eru okkur þóknanlegir. Að öðrum kosti gerum við okkur seka um það sama og vinstri róttæklingar, sem við höfum með réttu gagnrýnt harðlega.
Við eigum ekki að verja þá sem klæðast búningi hægri manna en boða rétttrúnað, þöggun, ýta undir fordóma og sækja vítamín í samsæriskenningar.
Tucker Carlson, Candace Owens og Nick Fuentes og fleiri álitsgjafar hafa dregist æ lengra út á jaðarinn með samsæriskenningum, gyðingahatri, árásum á lýðræðisleg gildi og daður við einræðisherra. Þau eru upptekin við að gagnrýna hægri menn en takast á við vinstri sinnaða stjórnmálamenn.
Hægri menn í Bandaríkjunum standa á krossgötum: Taki þeir sér ekki varðstöðu með grónum gildum frelsis og hugsjóna þeirra sem á undan komu, eins Lincolns og Reagans, verða þeir fórnarlömb þeirra sem nærast af tortryggni og samsæriskenningum. Árangur þeirra í kosningum verður þá enn lakari en 4. nóvember síðastliðinn þegar Demókratar völtuðu yfir frambjóðendur Repúblikana í ríkisstjórakosningum í Virginíu og New Jersey og kosningu borgarstjóra New York.

Thursday Sep 25, 2025
Fyrirgefning og tjáningarfrelsi
Thursday Sep 25, 2025
Thursday Sep 25, 2025
Þú þarft að búa yfir einhverjum innri krafti – trú á hið góða – til að tala með þeim hætti sem Erika Kirk gerði í ræðu á minningarathöf um eiginmann hennar Charlie Kirk – aðeins ellefu dögum eftir hann var myrtur. Erika sækir styrkinn í trúnna á Jesús Krist líkt og eiginmaður hennar gerði.
Fæst okkar höfum þennan styrk eða þá bjargföstu trú sem gerir okkur kleift að fyrirgefa þeim sem drepur nákominn ættingja, maka eða börn.
Sú hætta er raunveruleg að morðið á Kirk hafi djúpstæð neikvæð áhrif á tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum – fólk fari að forðast opinskáar og hreinskiptar umræður – hætti að takast á með orðum í frjálsum rökræðum. Bandaríkjamenn, líkt við hér á Íslandi, hafa gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut að ágreiningur sé leystur með rökræðum og í kosningum. Að tap í kosningum sé ekki heimsendir heldur annað tækifæri til að sannfæra aðra sem eru okkur ekki sammála – áður en gengið er næst að kjörborði.
Samkvæmt árlegri könnun FIRE á málfrelsi háskóla taldi einn af hverjum fimm nemendum ásættanlegt að nota ofbeldi til að stöðva fyrirlestra sem eru þeim ekki að skapi árið 2020. Árið 2024 var þriðjungur stúdenta þessarar skoðunar – einn af hverjum þremur.

Monday Sep 22, 2025
Sleggjan notuð á barnafjölskyldur
Monday Sep 22, 2025
Monday Sep 22, 2025
Kristrún Frostadóttir lofaði fyrir kosningar að nota sleggju til „negla niður þessa vexti“. Loforðið endurspeglast í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem gefin eru fyrirheit um að fyrsta verk stjórnarinnar sé stöðugleiki og lækkun vaxta. Hvorugt hefur gengið eftir. Verðbólgan hefur reynst þrálát og vextir hafa ekki þokast niður. En sleggjan nýtist vel við að berja á barnafjölskyldum með því að afnema samsköttun hjóna.
Afnám samsköttunar mun gera það fjárhagslega erfitt (og jafnvel útilokað) fyrir annað hjóna að vera utan vinnumarkaðar að hluta eða öllu leiti, til að stunda nám, annast ung börn eða sinna langveiku barni eða aldraða foreldra. Innleidd verður alvarleg mismunun og skattbyrði vegna sömu tekna verður misjöfn eftir því hvernig tekjur skiptast á milli hjóna.

Friday Sep 19, 2025
Kyndilberi vonar og frelsis
Friday Sep 19, 2025
Friday Sep 19, 2025
Venesúela er í rúst – efnahagslega og pólitískt. Samfélagslegir innviðir hafa verið brotnir niður. Mannréttindi eru fótum troðin og milljónir manna hafa flúið land. Nicolás Maduro, lærisveinn og eftirmaður Chavez á forsetastóli, heldur ótrauður áfram við að breyta auðugasta landi Suður-Ameríku í það fátækasta. Enn eitt draumaríki sósíalismans hefur breyst í martröð – auðlegð hefur orðið að örbirgð alþýðunnar.
Í gegnum söguna hafa einstaklingar, karlar og konur, sýnt ótrúlegt hugrekki í baráttunni fyrir frelsi og mannlegri reisn. Václav Havel í Tékklandi stóð upp gegn kommúnistastjórninni og varð síðar leiðtogi lýðræðislegrar endurreisnar landsins. Í Póllandi sameinaði Lech Wałęsa verkafólk undir merkjum Samstöðu og leiddi þjóð sína til sjálfstæðis og frelsis frá ógnarstjórn kommúnista og Sovétríkjanna. Í Rússlandi lagði Alexei Navalní líf sitt í sölurnar með því að afhjúpa spillingu og berjast gegn Pútín. Hann var myrtur með eitri í fangabúðum enda talinn hættulegur stjórnvöldum – var sérstakur þyrnir í augum Pútíns. Í Íran hafa konur eins og Narges Mohammadi neitað að þegja og greitt fyrir það með frelsi og sumar lífi sínu. Og í Venesúela stendur María Corina Machado óbuguð gegn ofríki Maduros.

Thursday Sep 04, 2025
Prófraun ríkisstjórnarinnar
Thursday Sep 04, 2025
Thursday Sep 04, 2025
Þegar þing kemur saman 9. september hefst nýr kafli í sögu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Ráðherrar og þingmenn samsteypustjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, hafa frá upphafi haldið því að ríkisstjórnin sé verkstjórn, þar sem verkin tali.
Ríkisstjórninni hefur ekki enn sem komið er tekist að koma á stöðugleika eða leggja grunn að lækkun vaxta sem áttu að vera hennar fyrsta verk. Markmið um hallalaus fjárlög næst ekki á kjörtímabilinu þrátt fyrir hækkun skatta. Loforð ríkisstjórnarinnar um fjárfestingar í innviðum, ekki síst samgöngum, breytingar á almannatryggingum, aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar, vinna gegn stöðugleika og lækkun vaxta.
Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar er að veði en þó sérstaklega trúverðugleiki Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra sem gaf stærri fyrirheit en hún hefur náð að efna, fram að þessu. Þótt ríkisstjórnin standi ágætlega meðal kjósenda og Samfylkingin sérstaklega, er hætta sú að það flæði fljótt undan ef árangur næst ekki á komandi mánuðum.

Saturday Jul 26, 2025
Flokkur á útsölu
Saturday Jul 26, 2025
Saturday Jul 26, 2025
Stundum er engu líkara en að saga endurtaki sig, með nýjum leikurum en öðrum blæbrigðum. Í mörgu er staða Flokks fólksins sú sama og Vinstri grænna fyrir rúmum einum og hálfum áratug. Með sama hætti og Vinstri grænir hefur Flokkur fólksins selt stefnu sína í Evrópumálum fyrir aðild að ríkisstjórn og ráðherraembætti.
Andstaðan við Bókun 35 er horfin, áralöng baráttan fyrir að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu formlega til baka er kominn niður í skúffu. Og hvað hefur Flokkur fólksins fengið í staðinn. Ekkert. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn skipulögðu þinghaldið á fyrsta þingvetri ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að öll helstu stefnumál Flokks fólksins voru látin mæta afgangi.

Thursday Jul 10, 2025
Ríkisstjórn án áttavita
Thursday Jul 10, 2025
Thursday Jul 10, 2025
Ráðherrar og þingmenn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur – samsteypustjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins – hafa frá upphafi haldið því að ríkisstjórnin væri verkstjórn, þar sem verkin tali. Stefnan sé skýr og umboð óumdeilt. Fyrstu þrjár setningar í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar eru skýrar: „Ný ríkisstjórn gengur samstíga til verka. Fyrsta verk er að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Um leið mun ríkisstjórnin rjúfa kyrrstöðu og vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífi.“
Rúmum sex mánuðum síðar hefur ríkisstjórnin komið litlu í verk. Stöðugleika í efnahagslífinu er ógnað, markmið um hallalaus fjárlög næst ekki á kjörtímabilinu, skattar eru hækkaðir, verðbólga er á uppleið, vextir lækka ekki, og í atvinnulífinu halda menn að sér höndum í fjárfestingum ekki síst í sjávarútvegi og tengdum greinar. Alþingi er í uppnámi – stjórn- og skipulagsleysi einkennir allt þinghald. Alþingi er líkist fremur æfingabúðum ríkisstjórnarflokkanna í stjórnmálum en löggjafarsamkomu.
Þegar þessi þáttur er takinn upp, að morgni 10. júlí, er staðan óbreytt á þingi. Allt í hnút.

Wednesday Jun 04, 2025
Hvernig lítið furstadæmi kaupir bandarísku valdaelítuna
Wednesday Jun 04, 2025
Wednesday Jun 04, 2025
Donald Trump forseti Bandaríkjanna heimsótti Katar í maí síðastliðnum og átti m.a. fund með Al Thani konungsfjölskyldunni. Þá skoðaði forsetinn Al Udeid herflugstöðina sem er stærsta herstöð Bandaríkjanna á svæðinu. Trump hefur örugglega þakkað fyrir höfðinglega „gjöf": 400 milljóna dollara Boeing 747-8 þotu sem Katar hefur gefið forsetanum, og verður notuð sem Forsetavél - Air Force One.
Heimsóknin og flugvélagagjöfin varpa ljósi á þéttriðið net tengsl Katars við bandaríska valdakerfið.
Náið samband Katar og Bandaríkjanna er sérstakt þegar haft er í huga að Katar er jafnframt skjól fyrir samtök eins og Bræðralag múslima, mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl Hamas, samverkaríki Írans, athvarf fyrir landflótta stjórnmálaleiðtoga Talíbana, og heimaríki fyrir fjölmiðlaveldi sem breiðir út boðskap íslamista - Al Jazeera — sem nær til 430 milljón manna í yfir 150 löndum.
Lykilmeðlimir konungsfjölskyldu Katars hafa opinberlega lýst aðdáun sinni á íslamisma — og Hamas sérstaklega.
Umfangsmikil fréttaskýring The Free Press um tengsl Katar og Bandaríkjanna og áhrif smáríkisins í bandarísku samfélagi er hér:
https://www.thefp.com/p/how-qatar-bought-america
Og svo er það Honestly - hlaðvarpsþáttur Free Press - þar sem er viðtal við þá tvo blaðamenn unnu að rannsóknum að baki fréttaskýringunni:
Spotify https://open.spotify.com/show/0GRPAKeSMASfbQ7VgNwYCR?si=78ce42d1876c4b1f&nd=1&dlsi=17539eb63f8c427e
Apple https://podcasts.apple.com/us/podcast/honestly-with-bari-weiss/id1570872415
Og á öllum helstu öðrum hlaðvarpsveitum.

Tuesday May 06, 2025
Ég, blýantur - rökin fyrir frjálsum markaði
Tuesday May 06, 2025
Tuesday May 06, 2025
Hayek sýndi okkur fram á að upplýsingar í samfélaginu eru alltaf dreifðar – enginn einstaklingur eða stofnun býr yfir allri þeirri þekkingu sem þarf til að taka réttar ákvarðanir í efnahagsmálum. Þekkingin sem einstaklingar búa yfir er oft takmörkuð, brotakennd og jafnvel mótsagnakennd, en samanlagt er þessi dreifða þekking undirstaða skynsamlegra ákvarðana í gegnum frjálst samspil markaðarins.
Markaðurinn virkar sem upplýsingakerfi - tryggir flæði upplýsinga. Verð á vöru og þjónustu er uppspretta upplýsinga um skort, eftirspurn og framboð án þess að nokkur hafi heildaryfirsýn.
Smásagan Ég blýanturinn eða "I, Pencil", eftir Leonard E. Read, er einföld en áhrifamikil lýsing á undirstöðum frjáls markaðar og mátt dreifðrar þekkingar. Smásagan kom út árið 1958 og af blýanti og útskýrt hið flókna samspil margra án þess að hver og einn hafi heildarskilning eða yfirsýn yfir það sem þarf til að framleiða jafn einfaldan hlut eins og blýant. Ferlið er þó svo flókið að enginn býr yfir nægjanlegri þekkingu, hæfileikum eða aðföngum til að búa til jafn einfaldan og hversdagslegan hlut.
Saga blýantsins kennir okkur að virða ósýnilegan en nauðsynlegan vef samstarfs sem hefur gert samfélögum að sækja fra. Ég hvet ykkur til að horfa á nokkurra mínútna myndband sem byggir á smásögunni.
Slóðin er hér:

Wednesday Apr 16, 2025
Sótt í skúffur Jóhönnu og Steingríms J.
Wednesday Apr 16, 2025
Wednesday Apr 16, 2025
Vinstri ríkisstjórn þriggja flokka undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur minnir æ meira á aðra vinstri stjórn – ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á árunum 2009 til 2013. Þá lögðu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon til atlögu við atvinnulífið og millistéttina. Skattar voru hækkaðir og haft í hótunum við undirstöðuatvinnugreinar landsins.
Hugmyndafræði vinstri manna hefur því ekkert breyst. Hún byggir á þeirri trú að ríkissjóður sé að „kasta frá sér tekjum“ ef skattar eru ekki hækkaðir. Ekki sé verið að „nýta tekjutækifæri ríkisins“ og ríkissjóður sé að „afsala sér tekjum“ ef skattar og gjöld eru lækkuð.

