Episodes
Wednesday Jan 03, 2024
Brotið kerfi
Wednesday Jan 03, 2024
Wednesday Jan 03, 2024
Ég hef lengi haft töluverðar áhyggjur af menntakerfinu og gæði menntunar, allt frá grunnskóla- til háskólastigs. Áhyggjur mínar hafa síst minnkað með árunum og þá sérstaklega þegar kemur að gæðum grunnskólanáms, sem er undirstaða alls annars náms. Hér er ekki við kennara eða foreldra að sakast. Kerfið er brotið.
Við Íslendingar rekum einn dýrasta grunnskóla heims. Sem hlutfall af landsframleiðslu verjum við um 2,3% til grunnskólans. Ekkert þróað land ver jafnmiklu og Ísland í rekstur grunnskóla. Árangurinn er hins vegar ekki í samræmi við kostnaðinn.
Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun: Að endurskipuleggja grunnskólann og treysta grunn menntunar. Þannig efnum við fyrirheitið um að tryggja börnunum okkar góða menntun og veganesti sem nýtist til allrar framtíðar.
Saturday Dec 30, 2023
Stutt uppgjör 2023
Saturday Dec 30, 2023
Saturday Dec 30, 2023
Í mörg ár hef ég skrifað reglulega pistla í Morgunblaðið – varla er sá miðvikudagur á árinu sem fellur úr. Á árinu 2023 skrifaði ég 48 pistla um margvísleg efni. Skólamál, trúmál, atvinnumál, félagafrelsi, skatta, ríkisrekstur, heilbrigðismál, frelsið sem á í vök að verjast, fjölmiðla, ríkisfjármál, sveitarfélög, loftlagsmál, orkumál, og þannig má lengi telja.
Ég ætla að ljúka árinu með að hlaupa yfir tilvísanir í nokkrar greinar í þeirri von að yfirferðin gefi nokkra innsýn fyrir hvað ég stend í stjórnmálum.
Sunday Sep 24, 2023
Fjölbreytileika fórnað og valkostum ungs fólks fækkað
Sunday Sep 24, 2023
Sunday Sep 24, 2023
Áform um sameiningu MA og VMA byggir á miklum misskilningi. Hér er ekki verið að sameina stjórnsýslustofnanir eða eftirlitsstofnanir ríkisins. Ekki einkynja sýslumannsembætti eða dómstóla, ekki skatt- og tollstjóri, ekki veikburða ríkisstofnanir sem sinna afmörkuðum verkefnum. Nei. Ætlunin er að sameina menntastofnanir, með ólíkar hefðir, uppbyggingu og skipulag náms. Skóla sem byggja á ólíkri hugmyndafræði, sögu og menningu og hafa hvor um sig náð góðum árangri. Skóla sem bjóða nemendum mismunandi nám. Skóla sem eiga samvinnu en keppa engu að síður um nemendur. Skóla sem hafa myndað festu og tækifæri á öllu Norðurlandi.
Tveir sjálfstæðir framhaldsskólar á Akureyri eru ekki dæmi um báknið - heldur fjölbreytileika og valmöguleika ungs fólks til menntunar.
Wednesday Sep 13, 2023
„Kerfið er ófreskja“
Wednesday Sep 13, 2023
Wednesday Sep 13, 2023
Hvers vegna er ríkisbáknið orðið ófreskja? Þannig spurði Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í erindi sem hann flutti árið 1976. Yfirskriftin var „Embættisvaldið gegn borgurunum”.
Orðrétt sagði Eykon:
„Á því leikur naumast vafi, að útþensla ríkisbáknsins meðal vestrænna lýðræðisþjóða er orðið alvarlegt vandamál, enda má segja að kerfið stjórni sér orðið sjálft — það stjórni mannfólkinu en enginn mannlegur máttur ráði við það, eða eins og einhver sagði:
„Kerfið er ófreskja — og ef einhverjir reyna að taka henni taki þá bara hristir hún sig og menn hrökkva af henni."“
Thursday Sep 07, 2023
Ég skal láta ykkur í friði
Thursday Sep 07, 2023
Thursday Sep 07, 2023
Fyrir síðustu kosningar spurðu nokkrir framhaldsskólanemar mig: „Hvað ætlar þú að gera fyrir okkur?“ Nemarnir höfðu gengið á milli frambjóðenda flokkanna og krafið þá svara. Og fengið loforð – sum stór. „Ég ætla að láta ykkur í friði,“ svaraði ég, „en leita allra leiða til að tryggja að þið hafið aðgengi að öflugu menntakerfi, þar sem þið getið ræktað hæfileika ykkar, fundið farveg fyrir það sem hugurinn þráir, – menntakerfi sem býr ykkur undir lífið og gefur ykkur tækifæri í framtíðinni. Og ég mun standa við bakið á ykkur þannig að þið fáið að njóta hæfileika ykkar og dugnaðar.“
Unga fólkið var undrandi yfir svarinu, enda bjóst það við einhverju allt öðru; fyrirheitum um hækkun námslána, aukin framlög ríkisins til framhaldsskóla og háskóla eða kannski enn stærri loforð. Í mörgu lýsir svar mitt grunnhugsjónum mínum ágætlega.
Tuesday Sep 05, 2023
Þegar lögin verða úrelt
Tuesday Sep 05, 2023
Tuesday Sep 05, 2023
Tíminn og tæknin grafa oft undan lögum – gera þau úrelt, tilgangslaus eða það sem verra er, lögin hamla framþróun samfélagsins. Löggjafinn á þá um tvennt að velja. Annars vegar að fella viðkomandi lög niður og/eða breyta þeim í takt við breytta tíma. Eða hins vegar að þráast við, berja hausnum við steininn og neita að horfast í augu við samtímann og skynja í engu framtíðina. Velji löggjafinn síðari kostinn er hættan sú að virðing fyrir gildandi lögum hverfi, almenningur hunsi lögin og leiti lausna utan hins löglega.
Sunday Sep 03, 2023
Rætur samfélags
Sunday Sep 03, 2023
Sunday Sep 03, 2023
Hún er í Samfylkingunni. Ég í Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt bókstaf stjórnmálafræðinnar erum við pólitískir andstæðingar. Þó er fleira sem sameinar okkar en sundrar. Við eigum meiri samleið en ætla mætti af þeirri einföldu mynd sem stjórnmálafræðingar og fjölmiðlar draga gjarnan upp. Við erum bæði sannfærð um að þrátt fyrir ýmsa galla sé íslenskt samfélag gott samfélag, sem er mótað af sögu og menningu, samofið kristnum gildum.
Saturday Sep 02, 2023
Sjálfstæðisstefnan, málamiðlanir og áhrifaleysi
Saturday Sep 02, 2023
Saturday Sep 02, 2023
Markmið Sjálfstæðisflokksins er að vinna að framgangi hugsjóna og hafa áhrif á framtíð samfélagsins. Hugsjónum er erfitt að hrinda í framkvæmd án þátttöku í samsteypuríkisstjórn enda hafa kjósendur aldrei veitt stjórnmálaflokki umboð sem dugar til að mynda meirihlutastjórn eins flokks. Einmitt þess vegna höfum við þurft að rækta hæfileikann til að koma til móts við andstæð sjónarmið án þess að missa sjónar á hugsjónum. Forsenda fyrir árangri í samstarfi við aðra flokka í ríkisstjórn er að hafa burði til að gera málamiðlanir. Sá sem ekki getur gert málamiðlun án þess að missa sjónar á hugsjónum er dæmdur til áhrifaleysis.
Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir framgangi hugsjóna – vill hrinda hugmyndum í framkvæmd – þarf stöðugt að vega og meta með hvaða hætti það er best gert.
Fjölmennasti flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var fyrir skömmu, var með skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar.
Sunday May 21, 2023
Upphlaup og stóryrði
Sunday May 21, 2023
Sunday May 21, 2023
Réttur þingmanna til að leggja fram vantraust á einstaka ráðherra eða ríkisstjórn í heild sinni, er ótvíræður. Þennan rétt nýttu fjórir stjórnarandstöðuflokkar undir forystu Pírata 30. mars síðastliðinn. Vonin um að vinna pólitísk strandhögg rættust ekki. Eftir standa stóryrðin líkt og minnisvarði um upphlaup sem engu skilaði.
Friday May 19, 2023
Erum við öll dauðadæmd?
Friday May 19, 2023
Friday May 19, 2023
Ekki var það til að auka bjartsýni mína á framtíðina sem menntskælings að þurfa að lesa bókina „Endimörk vaxtarins“ eftir nokkra vísindamenn sem kölluðu sig Rómarsamtökin. Boðskapurinn var ekki uppörvandi. Það væri komið að endimörkum hjá mannkyninu, mikilvæg hráefni væru á þrotum og vöxtur efnahagslífsins gæti ekki haldið áfram. Hér eftir yrði mannkynið að læra nægjusemi og láta af neysluhyggju. Með öðrum orðum: Lífskjör mín og minnar kynslóðar yrðu lakari, jafnvel miklu lakari, en foreldra minna.