Episodes

Sunday Sep 03, 2023
Rætur samfélags
Sunday Sep 03, 2023
Sunday Sep 03, 2023
Hún er í Samfylkingunni. Ég í Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt bókstaf stjórnmálafræðinnar erum við pólitískir andstæðingar. Þó er fleira sem sameinar okkar en sundrar. Við eigum meiri samleið en ætla mætti af þeirri einföldu mynd sem stjórnmálafræðingar og fjölmiðlar draga gjarnan upp. Við erum bæði sannfærð um að þrátt fyrir ýmsa galla sé íslenskt samfélag gott samfélag, sem er mótað af sögu og menningu, samofið kristnum gildum.

Saturday Sep 02, 2023
Sjálfstæðisstefnan, málamiðlanir og áhrifaleysi
Saturday Sep 02, 2023
Saturday Sep 02, 2023
Markmið Sjálfstæðisflokksins er að vinna að framgangi hugsjóna og hafa áhrif á framtíð samfélagsins. Hugsjónum er erfitt að hrinda í framkvæmd án þátttöku í samsteypuríkisstjórn enda hafa kjósendur aldrei veitt stjórnmálaflokki umboð sem dugar til að mynda meirihlutastjórn eins flokks. Einmitt þess vegna höfum við þurft að rækta hæfileikann til að koma til móts við andstæð sjónarmið án þess að missa sjónar á hugsjónum. Forsenda fyrir árangri í samstarfi við aðra flokka í ríkisstjórn er að hafa burði til að gera málamiðlanir. Sá sem ekki getur gert málamiðlun án þess að missa sjónar á hugsjónum er dæmdur til áhrifaleysis.
Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir framgangi hugsjóna – vill hrinda hugmyndum í framkvæmd – þarf stöðugt að vega og meta með hvaða hætti það er best gert.
Fjölmennasti flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var fyrir skömmu, var með skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar.

Sunday May 21, 2023
Upphlaup og stóryrði
Sunday May 21, 2023
Sunday May 21, 2023
Réttur þingmanna til að leggja fram vantraust á einstaka ráðherra eða ríkisstjórn í heild sinni, er ótvíræður. Þennan rétt nýttu fjórir stjórnarandstöðuflokkar undir forystu Pírata 30. mars síðastliðinn. Vonin um að vinna pólitísk strandhögg rættust ekki. Eftir standa stóryrðin líkt og minnisvarði um upphlaup sem engu skilaði.

Friday May 19, 2023
Erum við öll dauðadæmd?
Friday May 19, 2023
Friday May 19, 2023
Ekki var það til að auka bjartsýni mína á framtíðina sem menntskælings að þurfa að lesa bókina „Endimörk vaxtarins“ eftir nokkra vísindamenn sem kölluðu sig Rómarsamtökin. Boðskapurinn var ekki uppörvandi. Það væri komið að endimörkum hjá mannkyninu, mikilvæg hráefni væru á þrotum og vöxtur efnahagslífsins gæti ekki haldið áfram. Hér eftir yrði mannkynið að læra nægjusemi og láta af neysluhyggju. Með öðrum orðum: Lífskjör mín og minnar kynslóðar yrðu lakari, jafnvel miklu lakari, en foreldra minna.

Tuesday May 16, 2023
Útgjaldaregla er beittasta verkfæri fjármálaráðherra
Tuesday May 16, 2023
Tuesday May 16, 2023
Það er aldrei einfalt að koma saman fjármálaáætlun til fimm ára en líklega sjaldan flóknara en við ríkjandi aðstæður. Verðbólga er mikil, vextir hafa hækkað verulega, þensla er á flestum sviðum. Við slíkar aðstæður er farið úr öskunni í eldinn ef útgjöld eru aukin umfram vöxt efnahagslífsins. Vandi fjármálaráðherra er sá að þrýstingurinn á aukningu útgjalda er mikill og eru fáir saklausir í kröfugerð um aukna fjármuni til flestra málaflokka. Staðreyndin er að minnsta kosti sú að fjármálaráðherra á ekki marga bandamenn. Þróun síðustu ára, en ekki síst staða í efnahagsmálum um þessar mundir, hefur sannfært mig um nauðsyn þess að lögfesta útgjaldareglu og hafa hana sem meginreglu við stjórn opinberra fjármála. Með slíkri reglu fær fjármálaráðherra beittara verkfæri en áður til að stuðla að ábyrgri stjórn ríkisfjármála sem styður við aukið jafnvægi í þjóðarbúskapnum.

Sunday May 14, 2023
Bölvun þverpólitískrar samstöðu
Sunday May 14, 2023
Sunday May 14, 2023
Einn merkasti fjármálaráðherra Bretlands eftir stríð er fallinn frá. Nigel Lawson var áhrifamesti arkitekt róttækra efnahagsumbóta Margrétar Thatchers á níunda áratug liðinnar aldar. „Vinsæll fjármálaráðherra er ekki að sinna starfi sínu,“ sagði Lawson eitt sinn. Hann var sannfærður um að stjórnmálamaður sem væri tilbúinn til að mæta andúð andstæðinganna, væri stjórnmálamaður sem gæti látið hlutina gerast – komið einhverju til leiðar.

Thursday May 11, 2023
Leitin heldur áfram
Thursday May 11, 2023
Thursday May 11, 2023
Ég er oft spurður af ungu fólki sem þyrstir í upplýsingar um hugmyndafræði frelsis, hvar þeirra sé helst að leita. Við sem höfum skipað okkur undir fána frjálshyggjunnar, - trúnna á mátt og getu einstaklingsins og að frumréttur hans sé frelsið, andlegt og efnahagslegt frelsi – erum gæfusöm. Hundruð bóka standa okkur til boða eftir íslenska og erlenda hugsuði. Hayek, Friedman, Sowell, Mill, Popper og Nozicks, svo fáeinir séu nefndir. Ólafur Björnsson, Birgir Kjaran, Jón Þorláksson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafa hver með sínum hætti lagt mikilvægan skerf inn í íslenska hugmyndabaráttu. Þá er ónefndur Matthías Johannessen, ritstjóri og skáld, en í kistur hans hef ég alltaf leitað – sífellt meira eftir því sem árin líða.

Sunday Apr 16, 2023
Ríkið gerir flóruna fátækari
Sunday Apr 16, 2023
Sunday Apr 16, 2023
Umsvif ríkisins á innlendum fjölmiðlamarkaði gerir sjálfstæðum fjölmiðlum erfitt fyrir – kippir rekstrargrunni undan sumum miðlum og veikir möguleika annarra. Strandhögg erlenda samfélagsmiðla inn á íslenskan auglýsingamarkað gerir stöðuna enn erfiðari. Ég hef leyft mér að kalla Ríkisútvarpið fílinn í stofunni og það hefur farið fyrir brjóstið á velunnurum ríkisrekstrarins. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, hefur líkt samkeppnisrekstri ríkisins á auglýsingamarkaði við engilsprettufaraldur. Varnir einkarekinna fjölmiðla eru litlar sem engar.
Svo það sé sagt enn og aftur: Jafnræði og sanngirni eru ekki til á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Lögvernduð forréttindi ríkisins hafa leitt til þess að sjálfstæðir fjölmiðlar eru flestir veikburða, margir berjast í bökkum og því miður hafa margir siglt í strand. Það er þrekvirki að halda úti einkareknum fjölmiðlum á Íslandi.

Tuesday Feb 07, 2023
Sótt að frelsinu
Tuesday Feb 07, 2023
Tuesday Feb 07, 2023
Hægt og bítandi hafa stjórnvöld víða um heim takmarkað ýmis borgaraleg réttindi á undanförnum árum. Covid-19 heimsfaraldurinn gaf mörgum skjól eða afsökun til að takmarka frelsi borgaranna enn frekar. Staða mannréttinda í heiminum versnaði nær stöðugt frá árinu 2008 til 2020 á mælikvarða Frelsisvísitölunnar [Human Freedom Index] sem Cato stofnunin í Bandaríkjunum og Fraser stofnunin í Kanada, standa sameiginlega að. Yfir 94% jarðarbúa urðu að sætta sig minna frelsi árið 2020 en 2019.

Sunday Feb 05, 2023
Uppreisn frjálshyggjunnar
Sunday Feb 05, 2023
Sunday Feb 05, 2023
Fyrir 44 árum kom út bókin Uppreisn frjálshyggjunnar - ritgerðarsafn 15 ungra karla og kvenna sem áttu það sameiginlegt að vera virkir þátttakendur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Bókinni var ætlað að vera innlegg í hugmyndabaráttu samtímans og vopn í baráttunni milli stjórnlyndis og ríkishyggju annars vegar og sjálfstæði og frjálshyggju hins vegar.
Þótt bókin beri merki þess tíma sem hún var skrifuð, á hún enn erindi við alla sem láta sig hugmyndabaráttu einhverju skipa. Hún var og er enn brýning fyrir alla sjálfstæðismenn að vera trúir hugsjónum um frelsi einstaklingsins og hvatning til að marka skýra stefnu og verða hreyfing fólks úr öllum stéttum en ekki stofnun sem sækir allt sitt vit til embættismanna.
Að þessu sinni sæki ég í skrif Davíðs Oddssonar, Friðriks Sophussonar og Þorsteins Pálssonar.