Episodes
Thursday Dec 22, 2022
Að láta sig dreyma og gefast ekki upp
Thursday Dec 22, 2022
Thursday Dec 22, 2022
Löggjafinn mótar lögin og þær leikreglur sem eru í gildi á hverjum tíma. Forréttindi Ríkisútvarpsins og ójöfn og erfið staða sjálfstæðra fjölmiðla, er ákvörðun sem nýtur stuðnings meiri hluta þingmanna. Ég hef orðað þetta þannig að mjúkar hendur og hlýjar faðma Ríkisútvarpið á hverju ári. Þetta sést ágætlega þegar horft er til framlaga ríkisins til ríkismiðilsins sem fjármögnuð eru með útvarpsgjaldi.
En þótt erfitt hafi verið að tryggja heilbrigðra rekstrarumhverfi sjálfstæðra fjölmiðla kemur ekki til greina að leggja árar í bát. Í baráttu fyrir framgangi hugmynda, að ekki sé talað um baráttu fyrir tilvist öflugra frjálsra fjölmiðla, er ekki aðeins nauðsynlegt að láta sig dreyma heldur neita að gefast upp.
Saturday Dec 03, 2022
Gríma alræðisstjórnar fellur
Saturday Dec 03, 2022
Saturday Dec 03, 2022
Þolinmæði kínversku þjóðarinnar gagnvart hörðum sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda í baráttu við Covid-19, virðist á þrotum. Eftir tæp þrjú ár af lokunum sem fylgt hefur verið eftir af hörku af lögreglu, þar sem heilu borgirnar eru settar í sóttkví, er mælirinn loksins fullur. Mótmælin sem brotist hafa út síðustu daga eru líklega mesta áskorun sem Xi Jinping forseti hefur staðið frammi fyrir frá því að hann komst til valda árið 2012.
Leiðtogar kínverska kommúnistaflokksins hafa alltaf mætt andófi af mikilli hörku. Brotið mótmæli á bak aftur af grimmd alræðisherra.
Því miður er líklegt að vestræn stjórnvöld þegi þunnu hljóði þegar mótmæli verða barin niður af þeirri grimmd sem talin er nauðsynleg. Efnahagslegir hagsmunir sem eru undir ráða of miklu. Stjórnvöld á Vesturlöndum tipla á tánum í kringum ráðamenn í Peking – minnast kurteislega á mannréttindabrot kommúnista en aðeins þó þannig að það komi ofbeldisstjórninni ekki illa.
Og eftir því sem mikilvægi Kína í alþjóðlegu efnahagslífi eykst hefur ritskoðun kommúnistaflokksins yfir landamæri orðið auðveldari, skilvirkari og áhrifameiri.
Thursday Dec 01, 2022
1. desember
Thursday Dec 01, 2022
Thursday Dec 01, 2022
Íslendingar endurheimtu fullveldi frá Dönum 1. desember 1918 á grunni sambandslagasamningsins sem renna skyldi út árið 1943. Strax árið eftir voru samþykkt lög um Hæstarétt Íslands. En ágreiningurinn var hversu langt skyldi ganga í sjálfstæði þjóðarinnar. Bjarni Benediktsson var alla tíð sannfærður um að Íslendingum myndi farnast best ef þeir fengu fullt sjálfstæði frá Dönum enda „reynslan orðið sú, að aukið frelsi hefur ætíð orðið þeim til góðs".
Í tilefni dagsins leita ég í kistur Bjarna Beneditssonar, borgarstjóra, utanríkisráðherra, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.
Sunday Nov 20, 2022
Sáttmáli um heilbrigðisþjónustu
Sunday Nov 20, 2022
Sunday Nov 20, 2022
Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir þingsályktun þar sem heilbrigðisráðherra var falið að láta Sjúkratryggingar Íslands bjóða út rekstur heilsugæslu á Akureyri. Ég blandaði mér í umræðuna - taldi að ekki væri hjá því komist eftir að hafa fylgst með andsvörum við ræðu Berglindar Óskar, sem var rökföst í öllum sínum málflutningi.
Hér er birt flutningsræða Berglindar Óskar, andsvör sem hún fékk frá þingkonu Vinstri grænna og loks ræða sem ég flutti eftir að hafa hlustað á orðaskiptin.
Thursday Nov 10, 2022
Sósíalisminn sem hugsjón og veruleiki
Thursday Nov 10, 2022
Thursday Nov 10, 2022
Árið 1950 skrifaði dr. Ólafur Björnsson grein í Stefni um sósíalisma og hvers vegna hann snýst í andhverfu hugsjóna sinna. Í stað velmegunar, öryggis, jöfnuðar og lýðræðis komi örbirgð, ójöfnuður og takmarkalaust einræði. Ólafur var prófessor í hagfræði og þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1956 til 1971. Hér verður gripið niður í greinina sem á erindi við samtímann með sama hætti og þegar hún var skrifuð. Ólafur var sannfærður um að vanþekking væri besti bandamaður sósíalismans.
Friday Nov 04, 2022
Frelsi á landsfundi
Friday Nov 04, 2022
Friday Nov 04, 2022
Landsfundir Sjálfstæðisflokksins eru ekki haldnir til að gára vatnið stutta stund heldur til að móta stefnu öflugasta stjórnmálaflokks landsins. Það er einhver ólýsandi kraftur sem leysist úr læðingi þegar sjálfstæðismenn, alls staðar af landinu, koma saman. Ég hef lýst landsfundi sem suðupotti hugmynda og hugsjóna. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa aldrei skilið hvernig tekist hefur að búa til vettvang þar sem samkeppni hugmynda blómstrar með skoðanaskiptum, - þar sem tekist er á um einstök mál af festu, jafnvel hörku en af hreinskilni.
Saturday Oct 29, 2022
Styrkur frelsisins
Saturday Oct 29, 2022
Saturday Oct 29, 2022
Frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur valdið titringi meðal margra, jafnt stjórnmálamanna sem forystumanna stéttarfélaganna. Kannski var ekki við öðru að búast en umræðan sem hefur skapast hefur að mestu verið málefnaleg og án stóryrða sem á stundum er gripið til þegar deilt er um þjóðfélagsmál.
Rökræðan um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur dregið fram hugmyndafræðilegan ágreining sem er og hefur alltaf verið til staðar í íslensku samfélagi. Annars vegar standa þeir sem treysta einstaklingnum til að taka ákvarðanir um eigin hag og hins vegar þeir sem telja nauðsynlegt að hafa vit fyrir einstaklingum – veita honum leiðsögn og leiðbeiningar.
Tuesday Oct 25, 2022
Vítahringur Evrópusambandsins
Tuesday Oct 25, 2022
Tuesday Oct 25, 2022
Kórónuveirufaraldurinn en þó einkum innrás Rússa í Úkraínu hafa afhjúpað djúpstæða veikleika í efnahagslífi Evrópu. Sú hætta er fyrir hendi að erfitt verði fyrir ríki Evrópusambandsins [ESB] að vinna sig út úr þeim efnahagsþrengingum sem barist er við. Vandinn virðist krónískur.
Hættan er sú að forystufólk ESB velji „auðveldu“ leiðina í örvæntingafullri viðleitni til að vinna gegn þrengingum og versnandi lífskjörum. Á Íslandi segjum við að pissa í skóinn.
Sunday Oct 23, 2022
Eiginleikar stjórnmálamanna
Sunday Oct 23, 2022
Sunday Oct 23, 2022
Bjarni Benediktsson var einhver áhrifamesti stjórnmálamaður Íslendinga á liðinnni öld. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og borgarstjóri. Bjarni markaði stefnu landsins í varnar- og öryggismálum - stefnu sem fylgt hefur verið eftir allar götur síðan.
Í tilefni af því að senn líður að landsfundi Sjálfstæðisflokksins leitaði ég í fræðakistur Bjarna og staldraði við hugmyndir hans um hvaða eiginleika stjórnmálamaður þurfi að búa yfir. Kjörnir fulltrúar á þingi og sveitarstjórnum gætu margt lært.
Sunday Sep 25, 2022
Reynt að spinna nýjan ESB-þráð
Sunday Sep 25, 2022
Sunday Sep 25, 2022
Þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktun um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um að taka „upp þráðinn í aðildarviðræðum við Evrópusambandið“. Fyrsti flutningsmaður er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar en tillagan er forgangsmál flokksins á þessum þingvetri sem nýlega er hafinn.
Logi Einarsson mælti fyrir tillögunni þriðjudaginn 20. september. Ein af þeim spurningum sem hann þurfti að svara en gerði ekki er hvaða þráð eigi að taka upp. Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra og forveri Loga í formannsstóli Samfylkingarinnar, pakkaði aðildarumsókninni ofan í skúffu.
Þegar vinstristjórn tók við völdum í febrúar 2009 fékk Samfylkingin algjört forræði yfir utanríkismálum. Stefnan var tekin á Brussel. Mikilvæg hagsmunamál, þar á meðal öryggis- og varnarmál, voru sett til hliðar. Allt snerist um aðild að ESB. Eftir góðan kosningasigur í apríl 2009 herti vinstristjórnin róðurinn. Byggðar voru upp óraunhæfar væntingar. Fullyrt var að Ísland fengi sérstaka flýtimeðferð og gæti jafnvel orðið eitt ríkja Evrópusambandsins þegar árið 2012. Í stefnuræðu í maí 2009 fullyrti forsætisráðherra að aðildarumsóknin myndi stuðla strax að jákvæðum áhrifum á gengi krónunnar og á vexti. Eftir því sem aðildarferlinu miðaði áfram því meiri yrðu jákvæðu áhrifin. Utanríkisráðherra lýsti yfir „diplómatískum“ sigri eftir að ráðherraráð ESB samþykkti aðildarumsókn Íslands í júlí 2009. „Diplómatíski sigurinn“ skilaði engu, allra síst í efnahagsmálum og ekkert gekk eftir af þeim fullyrðingum og loforðum sem forsætisráðherra setti fram í stefnuræðunni.