Episodes

Tuesday Oct 25, 2022
Vítahringur Evrópusambandsins
Tuesday Oct 25, 2022
Tuesday Oct 25, 2022
Kórónuveirufaraldurinn en þó einkum innrás Rússa í Úkraínu hafa afhjúpað djúpstæða veikleika í efnahagslífi Evrópu. Sú hætta er fyrir hendi að erfitt verði fyrir ríki Evrópusambandsins [ESB] að vinna sig út úr þeim efnahagsþrengingum sem barist er við. Vandinn virðist krónískur.
Hættan er sú að forystufólk ESB velji „auðveldu“ leiðina í örvæntingafullri viðleitni til að vinna gegn þrengingum og versnandi lífskjörum. Á Íslandi segjum við að pissa í skóinn.

Sunday Oct 23, 2022
Eiginleikar stjórnmálamanna
Sunday Oct 23, 2022
Sunday Oct 23, 2022
Bjarni Benediktsson var einhver áhrifamesti stjórnmálamaður Íslendinga á liðinnni öld. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og borgarstjóri. Bjarni markaði stefnu landsins í varnar- og öryggismálum - stefnu sem fylgt hefur verið eftir allar götur síðan.
Í tilefni af því að senn líður að landsfundi Sjálfstæðisflokksins leitaði ég í fræðakistur Bjarna og staldraði við hugmyndir hans um hvaða eiginleika stjórnmálamaður þurfi að búa yfir. Kjörnir fulltrúar á þingi og sveitarstjórnum gætu margt lært.

Sunday Sep 25, 2022
Reynt að spinna nýjan ESB-þráð
Sunday Sep 25, 2022
Sunday Sep 25, 2022
Þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktun um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um að taka „upp þráðinn í aðildarviðræðum við Evrópusambandið“. Fyrsti flutningsmaður er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar en tillagan er forgangsmál flokksins á þessum þingvetri sem nýlega er hafinn.
Logi Einarsson mælti fyrir tillögunni þriðjudaginn 20. september. Ein af þeim spurningum sem hann þurfti að svara en gerði ekki er hvaða þráð eigi að taka upp. Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra og forveri Loga í formannsstóli Samfylkingarinnar, pakkaði aðildarumsókninni ofan í skúffu.
Þegar vinstristjórn tók við völdum í febrúar 2009 fékk Samfylkingin algjört forræði yfir utanríkismálum. Stefnan var tekin á Brussel. Mikilvæg hagsmunamál, þar á meðal öryggis- og varnarmál, voru sett til hliðar. Allt snerist um aðild að ESB. Eftir góðan kosningasigur í apríl 2009 herti vinstristjórnin róðurinn. Byggðar voru upp óraunhæfar væntingar. Fullyrt var að Ísland fengi sérstaka flýtimeðferð og gæti jafnvel orðið eitt ríkja Evrópusambandsins þegar árið 2012. Í stefnuræðu í maí 2009 fullyrti forsætisráðherra að aðildarumsóknin myndi stuðla strax að jákvæðum áhrifum á gengi krónunnar og á vexti. Eftir því sem aðildarferlinu miðaði áfram því meiri yrðu jákvæðu áhrifin. Utanríkisráðherra lýsti yfir „diplómatískum“ sigri eftir að ráðherraráð ESB samþykkti aðildarumsókn Íslands í júlí 2009. „Diplómatíski sigurinn“ skilaði engu, allra síst í efnahagsmálum og ekkert gekk eftir af þeim fullyrðingum og loforðum sem forsætisráðherra setti fram í stefnuræðunni.

Sunday Sep 18, 2022
Gengið gegn félagafrelsi
Sunday Sep 18, 2022
Sunday Sep 18, 2022
Í 74. grein stjórnarskrárinnar er öllum tryggt félagafrelsi. Allir eiga „rétt til að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess“. Skýrt er tekið fram að engan megi „skylda til aðildar að félagi“ en þó megi með lögum „kveða á um slíka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmætu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra“.
Þrátt fyrir þessi skýru ákvæði stjórnarskrárinnar er félagafrelsið í raun ekki virkt á íslenskum vinnumarkaði.

Saturday Sep 10, 2022
Slaufun og bergmálshellar samfélagsmiðla
Saturday Sep 10, 2022
Saturday Sep 10, 2022
Ég ætla að ræða um tvennt, sem í fyrstu kann að vera alls ótengt en er að minnsta kosti áhyggjuefni fyrir opið og frjáls samfélag. Annars vegar félagslegan þrýsting á að hafa rétta skoðun og hins vegar skilin milli frétta og afþreyingar eru hægt að bítandi að hverfa og það ógnar því nauðsynlega aðhaldi sem fjölmiðlar verða að veita helstu stofnunum samfélagsins. Þegar samfélagsmiðlar eru orðnir mikilvæg uppspretta fjölmiðla, sem vilja leggja áherslu á fréttir og fréttaskýringar, er hættan sú að þeir festist í bergmálshelli. Fjölmiðlungar sem lifa og hrærast í bergmálshelli eru ekki líklegir til að sýna frumkvæði við fréttaöflun eða veita helstu stofnunum samfélagsins aðhald og vera farvegur fyrir skoðanaskipti.

Wednesday Aug 24, 2022
„Kerfið” vs. nýsköpun
Wednesday Aug 24, 2022
Wednesday Aug 24, 2022
Fátt óttast „kerfið“ meira en nýja hugsun, nýjar aðferðir og frumkvöðla sem bjóða hagkvæmari lausnir sem byggja undir betri þjónustu. Frumkvöðlar brjóta niður múra úreltrar hugsunar og skipulagningar. „Kerfið" er líkt og þurs sem er tilbúinn til að beita öllum ráðum í misskilinni baráttu við frumkvöðla, til að koma í veg fyrir nýsköpun og er reiðubúinn til að hindra af bestu getu að farvegur fyrir nýja hugsun, nýja nálgun, nýja tækni og hagkvæmari og betri þjónustu myndist.

Sunday Aug 21, 2022
Hræðsla og lýðhyggja ná undirtökum
Sunday Aug 21, 2022
Sunday Aug 21, 2022
Það er miður hve margir stjórnmálamenn veigra sér við að tala með stolti um glæsileg fyrirtæki sem byggð hafa verið upp af elju og hugviti í sjávarútvegi og tengdum greinum. Hræðslan við að samfagna þegar vel gengur í sjávarútvegi hefur náð yfirhöndinni. Föngum tortryggni og öfundar stendur stuggur af velgengni og dugmiklum framtaksmönnum. En það er ekkert nýtt.
Talsmenn frjáls atvinnulífs verða að spyrna við fótunum.

Saturday Aug 20, 2022
Gildir jafnræði bara þegar hentar?
Saturday Aug 20, 2022
Saturday Aug 20, 2022
Allir, óháð því hvar þeir eru í litrófi stjórnmálanna, vilja a.m.k. í orði tryggja jafnræði einstaklinga og fyrirtækja. Það gengur hins vegar misjafnlega að uppfylla fyrirheit um jafna stöðu allra. Raunar hefur löggjafinn gengið þvert á hugmyndir um jafnræði með því að byggja undir forskot og sérréttindi með lögum og reglum.

Thursday Aug 18, 2022
Sundrung og félagafrelsi
Thursday Aug 18, 2022
Thursday Aug 18, 2022
Almennir félagsmenn verkalýðsfélaga sitja áhrifalitlir hjá þegar formenn eru í illdeilum hver við annan. Að einhverju verður launafólk að horfa í eigin barm. Herskáir verkalýðsleiðtogar hafa ekki síst komist til valda í skjóli þess að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna nýtir sér ekki rétt til að kjósa forystu. Stór hluti launafólks er óvirkur í starfi eigin stéttarfélags og fyrir því kunna að vera margar ástæður.
Óháð sundrungu innan Alþýðusambands Íslands er ljóst að komandi kjarasamningar verða flóknir og erfiðir. Og eins og svo oft áður verður þess krafist að ríkisvaldið grípi til aðgerða til að samningar náist. Kröfurnar verða miklar. Aukna skal útgjöld á flestum sviðum, tryggja byggingu þúsunda félagslegra leiguíbúða, og svo framvegis. Listinn verður langur.

Wednesday Aug 03, 2022
Barnaleg stefna Evrópu í orkumálum
Wednesday Aug 03, 2022
Wednesday Aug 03, 2022
Íslendingar, líkt og allar aðrar frjálsar þjóðir, hafa verið minntir harkalega á hve sameiginlegt öflugt varnarsamstarf NATO er mikilvægt. Værukærð, sakleysi eða rómantískar hugmyndir um vopnleysi og friðelskandi heim eru tálsýn sem í gegnum söguna hefur kostað þjóðir sjálfstæði og milljónir manna lífið.
Svívirðileg innrás Rússlands í Úkraínu undir stjórn hrotta sem virðir hvorki sjálfstæði þjóða né frelsi einstaklinga hefur leitt vel í ljós hversu berskjaldaðar frjálsar þjóðir geta orðið gagnvart yfirgangi, þegar þær eru efnahagslega háðar þrælmennum. Engu er líkara en að barnaleg stefna helstu ríkja Evrópu í orkumálum hafi fyrst og síðast falist í því að verða stöðugt háðari Rússlandi um olíu og gas.