Episodes

7 days ago
Þyngri byrðar vinstri stjórnar
7 days ago
7 days ago
Fjárlög komandi árs eru fyrstu fjárlög vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur – samsteypustjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokk fólksins. Á grunn þeirra birtist pólitísk stefna stjórnarinnar: Aðalverkfæri ríkisstjórnarinnar er ekki sleggjan, sem Kristrún ætlaði að nota, heldur aukin skattheimta til að standa undir gríðarlegri aukningu ríkisútgjalda. Og aukin ríkisútgjöld eru ekki vegna óvæntra áfalla, stríðs í Evrópu, náttúruhamfara eða farsóttar. Aukin útgjöld eru einfaldlega kjarninn í hugmyndafræði þeirra flokka sem mynda ríkisstjórnina.

Saturday Dec 13, 2025
Leitin að nýjum og nýjum málstað
Saturday Dec 13, 2025
Saturday Dec 13, 2025
Hægt er að draga sögu vestrænna sósíalista frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar saman í eina setningu: Stöðug og endurtekin leit að nýjum málstað í baráttunni gegn gildum vestrænna samfélaga og kapítalisma – markaðshyggju. Allar hugmyndir, hvert verkefni, hver krossferð snýst í grunninn um eitt og hið sama – djúpa tortryggni á frjálsu framtaki, frjálsum markaði og baráttu gegn þjóðskipulagi sem hefur gert mannkyni kleift að brjótast úr örbyrgð fátæktar til velmegunar.
Hugmyndabarátta róttæklinga byggir á reiði, tortryggni, öfund og fyrirlitningu á velgengni sjálfstæðra einstaklinga. Til að viðhalda reiðinni verður stöðugt að finna nýjan málstað til að berjast fyrir.

Tuesday Dec 09, 2025
Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk
Tuesday Dec 09, 2025
Tuesday Dec 09, 2025
Það væri hægt að sækja í orðakistu forseta Alþingis til að lýsa síðustu viku fyrir ríkisstjórnarflokkana. Djöfulsins, helvítis, andskotans. Þingvikan – frá mánudeginum 1. desember til föstudagsins 5. desember, var ekki sérlega góð fyrir ríkisstjórnarflokkana – var raunar í flestu afleit.
Og það er greinilegt að þráðurinn er stuttur í stjórnarliðinu enda flestum ljóst að ráðherrar hafa ekki haldið sérlega vel að málum. Á föstudag gerðu þingmenn minnihlutans alvarlegar athugasemdir við vinnubörgð innviðaráðherra við gerð samgönguáætlunar. Þegar umræður um fundarstjórn forseta höfðu staðið í um 20 mínútur ákvað þingforseti að gera hlé á þingfundi. Á leið sinni úr forsetastólnum heyrðist Þórunn Sveinbjarnardóttir segja: „ „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk.“
Framganga Þórunnar sýnir að ekki er hægt að treysta dómgreind hennar. Hún býr heldur ekki yfir þeirri yfirvegun sem forseti á hverjum tíma verður á búa yfir.

Friday Dec 05, 2025
Gíslar í haldi Ingu og Flokks fólksins
Friday Dec 05, 2025
Friday Dec 05, 2025
Guðmundur Ingi Kristinsson hefur ákveðið á víkja farsælum og vinsælum skólameistara úr starfi. Þegar forsaga málsins er höfð í huga er illa hægt að komast að annarri niðurstöðu en að baki ákvörðun ráðherrans sé hefndaraðgerð – misnotkun á pólitísku valdi til að koma þeim frá sem er ráðherra og félögum hans í Flokki fólksins ekki þóknanlegur.
Það má hafa nokkra samúð með forsætisráðherra sem ítrekað kemst í þá stöðu að þurfa að verja verk ráðherra sem misbeita valdi sínu og virðast ekki hafa burði til að gegna ráðherraembættum þannig að sæmilegur sómi sé að. En spurningin er hversu lengi forsætisráðherra ætlar að sætta sig við framgöngu ráðherra Flokks fólksins og misbeitingu valds, til þess eins að tryggja líf ríkisstjórnarinnar og eigin stól í forsætisráðuneytinu. Kannski eru þolmörkin óendanleg þegar kemur að því að verja ráðherrastólana. Það er nöturlegt hlutskipti fyrir Samfylkinguna og Viðreisn, fyrir Kristrúnu og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, að vera pólitískir gíslar Ingu Sælands og Flokks fólksins.

Thursday Nov 20, 2025
Grafið undan EES með grófu broti
Thursday Nov 20, 2025
Thursday Nov 20, 2025
Ákvörðun Evrópusambandsins (ESB) um að leggja verndartolla á kísilmálm frá Íslandi og Noregi markar þáttaskil í samskiptum EES-ríkjanna. Þrátt fyrir áratugalangt samstarf og aðild Noregs og Íslands að innri markaði Evrópu í gegnum EES-samninginn var hvorugt landið undanþegið tollunum sem eru undir hatti svokallaðra verndartolla. Dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, gagnrýndi ákvörðunina harðlega í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir verndartollana gróft brot á EES-samningnum.
EES-samningurinn er án nokkurs efa einn mikilvægasti alþjóðasamningur sem Ísland hefur gert. Við Íslendingar lifum á alþjóðaviðskiptum – lífskjör okkar byggjast á greiðum aðgangi að erlendum mörkuðum. Þegar Evrópusambandið tekur einhliða ákvörðun um að útiloka samstarfsríki og gengur gegn grunnhugsun samningsins ætti öllum að vera ljóst að undirstöður EES-samstarfsins eru ekki jafn sterkar og við höfum talið okkur trú um. Og það þjónar ekki hagsmunum okkar að gera lítið úr málinu og tala um hliðarspor, eins og forsætisráðherra gerir eða gefa til kynna að lausnin liggi í því að Ísland gangi inn í Evrópusambandið, líkt og utanríkisráðherra lætur liggja að. En auðvitað kemur það ekki nokkrum manni á óvart að þegar glíma þarf við vandamál eða leysa verkefni sé lausn Viðreisnar alltaf það sama: Evrópusambandsaðild.

Tuesday Nov 18, 2025
BBC í krísu - en hvað með RÚV
Tuesday Nov 18, 2025
Tuesday Nov 18, 2025
Breska ríkisútvarpið – BBC er í djúpri kreppu, eftir rökstuddar ásakanir um hlutdrægni, pólitískan rétttrúnað og fréttafalsanir hafa komið fram. Orðstír fréttastofu BBC, sem eitt sitt var talin fyrirmynd annarra fjölmiðla um vönduð vinnubrögð, er í húfi enda illa hægt að treysta lengur að það sem fréttamenn breska ríkisútvarpsins bera á borð sé byggt á staðreyndum og upplýsingaöflun og hlutlausum greiningum.
Þrátt fyrir göfugt markmið hefur starfsemi BBC orðið sífellt umdeildari á síðustu árum og uppljóstrun um hreina fölsun fréttamanna í fréttaskýringaþættinum Panorama – sem er flaggskip rannsóknarblaðamennsku ríkismiðilsins, er ein alvarlegasta ógnunin sem ríkismiðilinn hefur staðið frammi fyrir. Lögmæti þess að reka ríkismiðils er dregið efa.
Spurningin er sú hvort og þá hvað við Íslendingar getum lært af þeim vandræðum sem BBC glímir við. E einhver heldur að ekki sé pottur brotinn hjá Ríkisútvarpinu og að aðeins fréttastofa BBC – fréttastofa sem átti að vera fyrirmynd allra annarra fjölmiðlamiðla – glími við vandamál, lifa menn í meiri sjálfsblekkingu en ég hafði áttað mig á.

Thursday Nov 06, 2025
Hægri menn standa á krossgötum
Thursday Nov 06, 2025
Thursday Nov 06, 2025
Við sem erum hægri menn getum ekki einblínt á ofstæki vinstri manna en látið pólitíska rétthugsun og yfirgang svokallaðra hægri mann óátalin. Barátta okkur fyrir frelsi – málfrelsi – er barátta fyrir frelsi allra ekki aðeins þeirra sem eru okkur þóknanlegir. Að öðrum kosti gerum við okkur seka um það sama og vinstri róttæklingar, sem við höfum með réttu gagnrýnt harðlega.
Við eigum ekki að verja þá sem klæðast búningi hægri manna en boða rétttrúnað, þöggun, ýta undir fordóma og sækja vítamín í samsæriskenningar.
Tucker Carlson, Candace Owens og Nick Fuentes og fleiri álitsgjafar hafa dregist æ lengra út á jaðarinn með samsæriskenningum, gyðingahatri, árásum á lýðræðisleg gildi og daður við einræðisherra. Þau eru upptekin við að gagnrýna hægri menn en takast á við vinstri sinnaða stjórnmálamenn.
Hægri menn í Bandaríkjunum standa á krossgötum: Taki þeir sér ekki varðstöðu með grónum gildum frelsis og hugsjóna þeirra sem á undan komu, eins Lincolns og Reagans, verða þeir fórnarlömb þeirra sem nærast af tortryggni og samsæriskenningum. Árangur þeirra í kosningum verður þá enn lakari en 4. nóvember síðastliðinn þegar Demókratar völtuðu yfir frambjóðendur Repúblikana í ríkisstjórakosningum í Virginíu og New Jersey og kosningu borgarstjóra New York.

Thursday Sep 25, 2025
Fyrirgefning og tjáningarfrelsi
Thursday Sep 25, 2025
Thursday Sep 25, 2025
Þú þarft að búa yfir einhverjum innri krafti – trú á hið góða – til að tala með þeim hætti sem Erika Kirk gerði í ræðu á minningarathöf um eiginmann hennar Charlie Kirk – aðeins ellefu dögum eftir hann var myrtur. Erika sækir styrkinn í trúnna á Jesús Krist líkt og eiginmaður hennar gerði.
Fæst okkar höfum þennan styrk eða þá bjargföstu trú sem gerir okkur kleift að fyrirgefa þeim sem drepur nákominn ættingja, maka eða börn.
Sú hætta er raunveruleg að morðið á Kirk hafi djúpstæð neikvæð áhrif á tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum – fólk fari að forðast opinskáar og hreinskiptar umræður – hætti að takast á með orðum í frjálsum rökræðum. Bandaríkjamenn, líkt við hér á Íslandi, hafa gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut að ágreiningur sé leystur með rökræðum og í kosningum. Að tap í kosningum sé ekki heimsendir heldur annað tækifæri til að sannfæra aðra sem eru okkur ekki sammála – áður en gengið er næst að kjörborði.
Samkvæmt árlegri könnun FIRE á málfrelsi háskóla taldi einn af hverjum fimm nemendum ásættanlegt að nota ofbeldi til að stöðva fyrirlestra sem eru þeim ekki að skapi árið 2020. Árið 2024 var þriðjungur stúdenta þessarar skoðunar – einn af hverjum þremur.

Monday Sep 22, 2025
Sleggjan notuð á barnafjölskyldur
Monday Sep 22, 2025
Monday Sep 22, 2025
Kristrún Frostadóttir lofaði fyrir kosningar að nota sleggju til „negla niður þessa vexti“. Loforðið endurspeglast í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem gefin eru fyrirheit um að fyrsta verk stjórnarinnar sé stöðugleiki og lækkun vaxta. Hvorugt hefur gengið eftir. Verðbólgan hefur reynst þrálát og vextir hafa ekki þokast niður. En sleggjan nýtist vel við að berja á barnafjölskyldum með því að afnema samsköttun hjóna.
Afnám samsköttunar mun gera það fjárhagslega erfitt (og jafnvel útilokað) fyrir annað hjóna að vera utan vinnumarkaðar að hluta eða öllu leiti, til að stunda nám, annast ung börn eða sinna langveiku barni eða aldraða foreldra. Innleidd verður alvarleg mismunun og skattbyrði vegna sömu tekna verður misjöfn eftir því hvernig tekjur skiptast á milli hjóna.

Friday Sep 19, 2025
Kyndilberi vonar og frelsis
Friday Sep 19, 2025
Friday Sep 19, 2025
Venesúela er í rúst – efnahagslega og pólitískt. Samfélagslegir innviðir hafa verið brotnir niður. Mannréttindi eru fótum troðin og milljónir manna hafa flúið land. Nicolás Maduro, lærisveinn og eftirmaður Chavez á forsetastóli, heldur ótrauður áfram við að breyta auðugasta landi Suður-Ameríku í það fátækasta. Enn eitt draumaríki sósíalismans hefur breyst í martröð – auðlegð hefur orðið að örbirgð alþýðunnar.
Í gegnum söguna hafa einstaklingar, karlar og konur, sýnt ótrúlegt hugrekki í baráttunni fyrir frelsi og mannlegri reisn. Václav Havel í Tékklandi stóð upp gegn kommúnistastjórninni og varð síðar leiðtogi lýðræðislegrar endurreisnar landsins. Í Póllandi sameinaði Lech Wałęsa verkafólk undir merkjum Samstöðu og leiddi þjóð sína til sjálfstæðis og frelsis frá ógnarstjórn kommúnista og Sovétríkjanna. Í Rússlandi lagði Alexei Navalní líf sitt í sölurnar með því að afhjúpa spillingu og berjast gegn Pútín. Hann var myrtur með eitri í fangabúðum enda talinn hættulegur stjórnvöldum – var sérstakur þyrnir í augum Pútíns. Í Íran hafa konur eins og Narges Mohammadi neitað að þegja og greitt fyrir það með frelsi og sumar lífi sínu. Og í Venesúela stendur María Corina Machado óbuguð gegn ofríki Maduros.

