Óli Björn - Alltaf til hægri
Heilbrigðiskerfið - við erum öll sjúkratryggð

Heilbrigðiskerfið - við erum öll sjúkratryggð

October 30, 2019

Í ein­fald­leika sín­um má halda því fram að út­gjöld rík­is­ins vegna heil­brigðismála séu fjár­mögnuð með iðgjöld­um okk­ar allra – skött­um og gjöld­um. Við höf­um keypt sjúkra­trygg­ing­ar sam­eig­in­lega til að standa und­ir nauðsyn­legri þjón­ustu. Grunn­ur sam­eig­in­legra sjúkra­trygg­inga er jafn­ræði.

Þegar sjúk­ling­ur sem þarf á þjón­ustu að halda verður að bíða mánuðum sam­an til að fá bót meina sinna er í raun verið að svipta hann sjúkra­trygg­ingu. Grunn­ur sam­eig­in­legra sjúkra­trygg­inga moln­ar. Hug­sjón­in um aðgengi allra að góðri og nauðsyn­legri þjón­ustu er merk­ing­ar­laus þegar beðið er á biðlist­um rík­is­ins.

Byggðastefna framtíðarinnar

Byggðastefna framtíðarinnar

October 25, 2019

Kannski er ein­fald­ast að lýsa skyn­sam­legri byggðastefnu með eft­ir­far­andi hætti:

Byggðastefna framtíðar­inn­ar felst fyrst og síðast í því að draga úr op­in­ber­um af­skipt­um og áhrif­um stjórn­mála­manna og emb­ætt­is­manna á dag­legt líf al­menn­ings – að tryggja val­frelsi borg­ar­anna til starfa og bú­setu.

Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru

Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru

October 23, 2019

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kemur hreint fram og segir hlutina eins og þeir eru. Hann þolir illa pólitískan réttrúnað. Brynjar er fyrsti gestur minn og við förum yfir víðan völl. 

Hófsemd, málamiðlun og samræðustjórnmál

Hófsemd, málamiðlun og samræðustjórnmál

October 19, 2019

Hugmyndin um að hófsemd sé dyggð í baráttu hugmynda er ein birtingarmynd hins pólitíska rétttrúnaðar sem náð hefur að festa rætur í íslensku samfélagi líkt og í öðrumlýðræðisríkjum. Málamiðlun er talin skynsamlegust. Krafan er að svokölluð samræðustjórnmál komi í stað átakastjórnmála. Rökin fyrir því að hófsemd sé dyggð í stjórnmálabaráttu byggir hins vegar á nokkrum misskilningi. Það er engin dyggð að gæta hófsemdar í baráttu fyrir mannréttindum og frelsi. Þetta á við um réttindabaráttu samkynhneigðra, um jafnan rétt kynjanna, um baráttuna gegn ofurvaldi yfirstétta. Þau ríki þar sem átök hugmynda – samkeppni hugmynda – hefur verið leyfð eru mestu og öflugustu velferðarríki heims.

Séreignastefna er frelsisstefna

Séreignastefna er frelsisstefna

October 17, 2019

Eignamyndun millistéttarinnar og þeirra sem hafa lægri laun stendur á tveimur meginstoðum. Annars vegar á lífeyrisréttindum og hins vegar á verðmæti eigin húsnæðis. Ekki síst þess vegna er mikilvægt að gera sem flestum kleift að eignast eigið húsnæði. Við hægri menn höfum kallað þetta séreignarstefnu og bent á að hún sé einn af hornsteinum borgaralegs samfélags. En séreignarstefnan er lítið annað en frelsisstefna – leið að því markmiði að launafólk búi við fjárhagslegt sjálfstæði.

Ekki eru allir hrifnir af séreignarstefnunni – frelsinu sem fylgir eignamyndun og fjárhagslegu sjálfstæði, svo merkilegt sem það er.

Náttúruvernd er arðbær

Náttúruvernd er arðbær

October 17, 2019

Nátt­úru­vernd get­ur verið ágæt­lega arðbær og því skyn­sam­leg frá sjón­ar­hóli hag­fræðinn­ar. Nýt­ing nátt­úr­unn­ar og vernd henn­ar fara vel sam­an eins og Íslending­ar hafa sýnt fram á með fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu. Þar tvinn­ast nátt­úru­vernd og arðbær nýt­ing í eitt. Íslensk ferðaþjón­usta á allt sitt und­ir náttúruvernd. Hreint vatn og heil­næm mat­væli verða aldrei að fullu met­in til fjár, en eru ein und­ir­staða góðra lífs­kjara.

Kjarabarátta

Kjarabarátta

October 7, 2019

Ég er sam­mála þeim for­ystu­mönn­um verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar sem halda því fram að tekjuskattskerfi ein­stak­linga sé rang­látt og að hvat­ar kerf­is­ins séu vitlaus­ir. Launa­fólki er oft refsað fyr­ir að bæta sinn hag. Við eig­um sam­leið í bar­átt­unni um að lækka skatta á venju­legt launa­fólk. Ég hef lagt fram ákveðnar tillög­ur um kerf­is­breyt­ingu, en þær eru langt í frá að vera þær einu sem gætu verið skyn­sam­leg­ar. En ég á hins veg­ar enga sam­leið með þeim sem telja nauðsyn­legt að láta kjara­bar­áttu snú­ast um að rýra kjör annarra.

Stjórnarskrá: Ríkisstjórn laga – ekki manna

Stjórnarskrá: Ríkisstjórn laga – ekki manna

October 6, 2019

Stjórn­ar­skrá­in er æðsta rétt­ar­heim­ild Íslands og yfir önn­ur lög haf­in. Grund­vall­ar­rit­um á ekki að breyta nema brýna nauðsyn beri til. Þeim þjóðum vegn­ar best sem um­gang­ast stjórn­ar­skrá af virðingu og vinna að breyt­ing­um af yf­ir­veg­un, þannig að sátt og al­menn­ur stuðning­ur sé við það sem gert er. Svipti­vind­ar, tísku­sveifl­ur eða dæg­ur­flug­ur ein­stakra stjórn­mála­manna og -flokka geta ekki orðið und­ir­staða breyt­inga á stjórn­ar­skrá lýðfrjálsra ríkja. Stjórn­ar­skrá legg­ur grunn­inn að rík­is­stjórn laga en ekki manna.

Klisjur og merkimiðapólitík

Klisjur og merkimiðapólitík

October 6, 2019

Ekki verður annað séð en að þeim stjórnmálamönnum fjölgi fremur en fækki sem telja það til árangurs fallið að nota merkimiða á sjálfa sig en ekki síður á pólitíska andstæðinga. Klisjur og merkimiðar eru oft árangursrík aðferð og gefa stjórnmálamönnum tækifæri til að forðast efnislegar umræður um mikilvæg mál. 

Hvað er ríkið alltaf að vasast?

Hvað er ríkið alltaf að vasast?

October 4, 2019

Ég óttast að skilgreining á ríkisvaldinu og hlutverki þess verði stöðugt óskýrari - fremur þokukennd hugmynd. Fyrir marga hentar það vel. Eftir því sem markmiðin, skyldurnar og verkefnin eru óljósari því greiðari er leið ríkishyggjunnar. Mörkin milli ríkisins og einstaklingsins, milli ríkisrekstrar og einkarekstrar, þurrkast hægt og bítandi út.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App