Óli Björn - Alltaf til hægri
Níræður unglingur

Níræður unglingur

June 28, 2020

Árangur Sjálfstæðisflokksins allt frá stofnun – við getum sagt lykillinn að árangri er öflug hreyfing ungs fólks, sem setur fram nýjar hugmyndir og er óhrætt að berjast fyrir hugsjónum. Ungir sjálfstæðismenn hafa alla tíð verið ögrandi, sett stefnu sína fram af festu og markað þannig brautina fyrir Sjálfstæðisflokkinn til framtíðar.

Laugardaginn 27. júní síðastliðinn fögnuðu ungir sjálfstæðismenn 90 ára afmæli Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Ég óska ungum sjálfstæðismönnum til hamingju á þessum tímamótum. Það er vissulega verk að vinna og nýjar áskoranir eru framundan.  

Varnarbarátta einkarekstrar

Varnarbarátta einkarekstrar

June 21, 2020

Ronald Reag­an, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, hitti nagl­ann á höfuðið þegar hann lýsti hug­mynd­um rík­is­af­skipta­sinna:

„Ef það hreyf­ist, skatt­leggðu það. Ef það held­ur áfram að hreyf­ast, settu lög. Ef það stopp­ar, settu það á rík­is­styrk.“

Vel­ferðarsam­fé­lag góðra lífs­kjara verður ekki byggt upp með slíkri hug­mynda­fræði. En það skipt­ir þá engu sem í hjarta sínu telja einka­rekst­ur af hinu vonda.

Skattaglaðir útgjaldasinnar og uppskurður

Skattaglaðir útgjaldasinnar og uppskurður

June 14, 2020

Við sem stönd­um and­spæn­is skattaglöðum út­gjalda­sinn­um og vilj­um stíga á út­gjalda­brems­una höf­um átt í vök að verj­ast. Við glím­um við and­stæðinga sem njóta dyggs stuðnings sér­hags­muna sem telja hags­mun­um sín­um best borgið með að kerfið þenj­ist út – að hlut­falls­lega kökusneiðin sé stærri þótt kak­an sjálf kunni að vera minni.

Það þarf sterk bein og póli­tískt þrek til að stand­ast þann þrýst­ing sem gæslu­menn sér­hags­muna beita. Og þrýst­ing­ur­inn kem­ur ekki síst frá þeim sem bet­ur eru sett­ir í sam­fé­lag­inu. Þeir sem lakast eru sett­ir eru ekki há­vær­ast­ir. Hóf­semd í kröfu­gerð um auk­in út­gjöld fer ekki eft­ir fjárhagsstöðu.

Skilningur á nauðsyn þess að gæta hófsemdar í álögum á fyrirtæki og einstaklinga er takmarkaður. Við sem teljum nauðsynlegt að koma böndum á skattagleði hins opinbera þurfum auðvitað að draga fram staðreyndir. Halda því til haga að skattbyrði á Íslandi, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, er sú þriðja þyngsta í Evrópu að teknu tilliti til lífeyris- og almannatrygginga. En staðreyndir duga ekki, það þarf að setja þær í samhengi við lífskjör almennings. Við verðum að læra að setja skattheimtu og reglubyrði í samhengi við samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjölda starfa og möguleika fyrirtækja til að standa undir góðum launum og bættum lífskjörum.

Evruland í tilvistarkreppu

Evruland í tilvistarkreppu

June 13, 2020

Þær þrengingar sem riðið hafa yfir í kjölfar kórónuveirufaraldursins hafa afhjúpað með skýrum hætti hve efnahagsleg staða evrulandanna er misjöfn. Í einfaldleika sínum má segja að löndin í norðri njóti velmegunar umfram þau í suðri. Gjáin milli suðurs og norðurs heldur áfram að breikka - efnahagslegt ójafnvægi er orðið meira. Fyrir okkur Íslendinga er það ekki gleðiefni.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App