Óli Björn - Alltaf til hægri

Brostnar forsendur?

August 9, 2020

Borgarlínan er hluti af sérstökum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem undirritaður var með viðhöfn í Ráðherrabústaðnum í september síðastliðnum, en aðeins hluti. Áætlaður kostnaður er um 120 milljarðar króna á næstu 15 árum. 

Markmið samkomulagsins er skýrt:

„Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.“

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, fór mikinn í grein í Morgunblaðinu 13. júlí síðastliðinn: „Einkabíllinn er ekki framtíðin“. Formaður skipulags- og samgönguráðs boðaði færri „bílaakreinar og færri bílastæði“ og Borgarlínu með „stórtækum hjólainnviðum“.

Ekki verður annað séð en að einbeittur ásetningu sé innan meirihluta borgarstjórnar að virða samgöngusáttmálanna - þ.e. þann hluta sem þeim hugnast ekki - að vettugi. Sé svo eru forsendur sáttmálans brostnar. 

 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App