Episodes
Monday Jan 06, 2020
Fábreytilegt líf án listar
Monday Jan 06, 2020
Monday Jan 06, 2020
Sagan kennir okkur að pólitískt sjálfstæði þjóðar byggist á sögu, tungu og menningu. Glati þjóð arfleifð sinni, mun hún fyrr fremur en síðar missa sjálfstæði sitt. Sá er þetta skrifar er að minnsta kosti sannfærður um að öflugt lista- og menningarlíf sé brjóstvörn fámennrar þjóðar – tryggi betur en margt annað fullveldið.
Lífið án listarinnar yrði fábreytilegt – grámyglulegt amstur þar sem hver dagur væri öðrum líkur. Listin og menningin eru krydd lífsins og andlegt fóður hvers og eins.
Margir telja nauðsynlegt að hið opinbera verji verulegum fjármunum til lista- og menningarstarfsemi. Á hverju ári er ákall um aukin framlög. Svo eru þeir til sem telja rétt að draga úr eða jafnvel hætta öllum opinberum stuðningi. Ég hef lengi verið sannfærður um að opinbert stuðningskerfi við íslenska listamenn þjóni ekki markmiðum um fjölbreytta og öfluga listastarfsemi. Kerfið vinnur á móti nýjum hugmyndum og hamlar því að nýtt blóð fái að renna um æðar listaheimsins.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.