Óli Björn - Alltaf til hægri

Fábreytilegt líf án listar

January 6, 2020

Sag­an kenn­ir okk­ur að póli­tískt sjálf­stæði þjóðar bygg­ist á sögu, tungu og menn­ingu. Glati þjóð arf­leifð sinni, mun hún fyrr frem­ur en síðar missa sjálf­stæði sitt. Sá er þetta skrif­ar er að minnsta kosti sann­færður um að öfl­ugt lista- og menn­ing­ar­líf sé brjóst­vörn fá­mennr­ar þjóðar – tryggi bet­ur en margt annað full­veldið.

Lífið án list­ar­inn­ar yrði fá­breyti­legt – grá­myglu­legt amst­ur þar sem hver dag­ur væri öðrum lík­ur. List­in og menningin eru krydd lífs­ins og and­legt fóður hvers og eins. 

Marg­ir telja nauðsyn­legt að hið op­in­bera verji veru­leg­um fjár­mun­um til lista- og menn­ing­ar­starf­semi. Á hverju ári er ákall um auk­in framlög. Svo eru þeir til sem telja rétt að draga úr eða jafn­vel hætta öll­um op­in­ber­um stuðningi. Ég hef lengi verið sann­færður um að op­in­bert stuðnings­kerfi við ís­lenska lista­menn þjóni ekki mark­miðum um fjölbreytta og öfl­uga listastarf­semi. Kerfið vinn­ur á móti nýj­um hug­mynd­um og haml­ar því að nýtt blóð fái að renna um æðar lista­heims­ins.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App