Óli Björn - Alltaf til hægri

Samkeppni, einföldun regluverks og skilvirkt eftirlit

May 13, 2021

Einföldun regluverksins laðar fram samkeppni og auðveldar athafnamönnum að láta til sín taka. Flókið regluverk og frumskógur skatta og gjalda er vörn hinna stóru – draga úr möguleikum framtaksmannsins til að bjóða nýja vöru og þjónustu. Við höfum séð hvernig róttækar breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum hafa skilað sér í aukinni samkeppni sem neytendur hafa notið.

En eitt er að einfalda reglur og draga úr skattbyrði. Annað að tryggja skilvirkni í samkeppniseftirliti sem er mikilvæg forsenda þess að ábati samkeppninnar skili sér til neytenda. Breytingar á samkeppnislögum á liðnu ári eru mikilvægt skref í þessa átt, en þó aðeins skref.

Stór hluti íslensk efnahagslífs er hins vegar án samkeppni eða líður fyrir mjög takmarkaða samkeppni. Samkeppnisleysið leiðir til sóunar á mannafli og fjármagni, hærra verðs, lakari þjónustu og verri vöru. Nýsköpun er í böndum og framboð vöru og þjónustu verður einhæfari. Í stað þess að virkja krafta samkeppninnar kemur hið opinbera á hana böndum. Með aðgerðum eða aðgerðaleysi hafa ríkið og sveitarfélög hindrað samkeppni með margvíslegum hætti.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App