Episodes

Wednesday Dec 18, 2019
Múr skammarinnar
Wednesday Dec 18, 2019
Wednesday Dec 18, 2019
Árið 1989 riðaði sósíalisminn til falls í Austur-Evrópu. Sovétríkin glímdu við gríðarlega efnahagslega erfiðleika og matarskort. Í Póllandi hafði frelsisbylgja þegar náð að leika um landið undir fánum Samstöðu. Í ágúst mynduðu tvær milljónir íbúa Eystrasaltsríkjanna – Eistlands, Lettlands og Litháens – 600 kílómetra langa keðju þvert yfir löndin, til að krefjast sjálfstæðis frá Sovétríkjunum. Ungverjaland opnaði landamærin til Austurríkis.
Nokkrum mánuðum fyrir fall múrsins – sem Willy Brandt kallaði múr skammarinnar – hafði heimurinn hins vegar verið minntur óþyrmilega á hversu reiðubúnar alræðis- og kúgunarstjórnir eru til að beita eigin landsmenn ofbeldi.

Sunday Dec 15, 2019
Öflugt tæki til jöfnuðar
Sunday Dec 15, 2019
Sunday Dec 15, 2019
Það er rannsóknarefni að enn skuli rifist um verkaskiptingu hins opinbera og einkafyrirtækja, hvort heldur á sviði heilbrigðisþjónustu eða menntunar. Íslensk heilbrigðisþjónusta kemst ekki af án einkarekstrar. Íslenskt menntakerfi er blómlegra og öflugra vegna sjálfstætt starfandi skóla – Ísaksskóli, Hjallastefnan, Verslunarskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Ég hef orðið fyrir vonbrigðum vegna þess hversu illa hefur tekist að innleiða með skipulegum hætti samkeppni um þjónustu sem við höfum tekið ákvörðun um að standa sameiginlega undir.

Saturday Dec 14, 2019
Ríki barnfóstrunnar
Saturday Dec 14, 2019
Saturday Dec 14, 2019
„Almenningur er fávís og því þarf að hafa vit fyrir honum og verja gagnvart sjálfum sér."
Auðvitað er þetta aldrei sagt upphátt en er þó grunnstefið í hugmyndafræði stjórnlyndra manna, sem telja nauðsynlegt að ríkið sé alltumlykjandi. Án barnfóstru ríkisins sé hætta á að einstaklingar fari sér að voða eða valdi samferðamönnum sínum skaða. Ekkert mannlegt er barnfóstrunni óviðkomandi og vandmál eru hennar sérgrein. Þetta vita hinir stjórnlyndu og við hin sitjum aðgerðalítil hjá. Stjórnsýslan, fjölmiðlar og stjórnmálin eru gegnsýrð af hugmyndafræði barnfóstruríkisins. Ekkert vandamál er of lítið og ekkert of stórt til að barnfóstran sé ekki kölluð á vettvang. Og nú þarf fóstran ekki aðeins að huga að íslenskum „kjánum“ heldur ekki síður að þeim þúsundum erlendra ferðamanna sem streyma til landsins.

Friday Nov 22, 2019
Bakari, leikari og íhaldsmaður
Friday Nov 22, 2019
Friday Nov 22, 2019
Guðjón Sigurðsson bakarameistari var ekki hár í lofti en samsvaraði sér ágætlega, snaggaralegur og kvikur í hreyfingum, glaðlegur og hressilegur í framkomu, fundvís á spaugilegar hliðar lífsins. Einstakur sögumaður þar sem meðfæddir leikhæfileikar fengu útrás.
Guðjón fæddist á Mannskaðahóli í Hofshreppi 3. nóvember 1908. Hann átti og rak Sauðárkróksbakarí í áratugi. Guðjón bakari var leikari af guðs náð og átti góðar samvistir við leiklistargyðjuna, ekki síst þegar hann fékk að njóta sín í gamanleik. Þar fékk léttlyndi og kímnigáfa hans að njóta sín. En hann hafði alla tíð ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og sjálfstæðismaður inn að beini og átti erfitt með að skilja hvernig nokkur maður gæti verið annað.
Hér er sagt lítillega frá manni sem var af kynslóð sem lagði grunninn að því samfélagi velferðar sem Íslendingar búa við þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Hann byggði upp glæsilegt iðnfyrirtæki í litlu bæjarfélagi og lét ekki áföll drepa sig niður.

Friday Nov 15, 2019
Sjálfstæði sveitarfélaga
Friday Nov 15, 2019
Friday Nov 15, 2019
Reglulega koma fram hugmyndir um að rétt sé og skylt að þvinga fámenn sveitarfélög til að sameinast öðrum. Lærðir og leiknir taka til máls og færa fyrir því (misjöfn) rök að það sé lífsnauðsynlegt að fækka sveitarfélögum til að ná fram hagkvæmni stærðarinnar. Tillögur um fækkun sveitarfélaga eru ekki frumlegar enda byggjast þær á þeirri trú að það sem er lítið sé veikburða og aumt en hið stóra og fjölmenna sterkt og burðugt. Sem sagt: Stórt er betra en lítið og fjölmenni er hagkvæmara en fámenni.

Thursday Nov 07, 2019
Leikreglurnar eru skakkar - það er vitlaust gefið
Thursday Nov 07, 2019
Thursday Nov 07, 2019
Það er eitthvað öfugsnúið við að fjárhagur ríkisfyrirtækis í samkeppnisrekstri vænkist með hverju árinu sem líður á sama tíma og mörg einkafyrirtæki berjast í bökkum. Leikreglurnar eru skakkar – það er vitlaust gefið. Það eru hins vegar litlar eða engar líkur á því að leikreglunum verði breytt á komandi árum, a.m.k. ekki þegar kemur að ríkisrekstri fjölmiðla. Öllum má vera það ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þingmanna stendur dyggilega vörð um Ríkisútvarpið.

Saturday Nov 02, 2019
Fábreytni og höft - frelsi og tækifæri
Saturday Nov 02, 2019
Saturday Nov 02, 2019
Fyrir yngra fólk sem gengur að frelsinu sem vísu og telur góð lífskjör sjálfsögð er erfitt að skilja þjóðfélagsbaráttuna sem oft var illvíg, fyrir og eftir síðari heimsstyrjöld. Tekist var á um hugmyndafræði miðstýringar og alræðis annars vegar og athafnafrelsis einstaklinganna hins vegar. Þegar tveir ungir menn frá Sauðárkróki ákváðu að leggjast í víking til Kanada 1954 var flestu í íslensku efnahagslífi handstýrt af stjórnvöldum. Atvinnulífið var fátæklegt og veikburða. Fjármálamarkaður var ekki til og vextir voru ákveðnir af ríkisstjórn. Gengi var mismunandi eftir vörum og svartamarkaður með gjaldeyri var í blóma. Flest var háð leyfum og vöruúrval fátæklegt.

Wednesday Oct 30, 2019
Heilbrigðiskerfið - við erum öll sjúkratryggð
Wednesday Oct 30, 2019
Wednesday Oct 30, 2019
Í einfaldleika sínum má halda því fram að útgjöld ríkisins vegna heilbrigðismála séu fjármögnuð með iðgjöldum okkar allra – sköttum og gjöldum. Við höfum keypt sjúkratryggingar sameiginlega til að standa undir nauðsynlegri þjónustu. Grunnur sameiginlegra sjúkratrygginga er jafnræði.
Þegar sjúklingur sem þarf á þjónustu að halda verður að bíða mánuðum saman til að fá bót meina sinna er í raun verið að svipta hann sjúkratryggingu. Grunnur sameiginlegra sjúkratrygginga molnar. Hugsjónin um aðgengi allra að góðri og nauðsynlegri þjónustu er merkingarlaus þegar beðið er á biðlistum ríkisins.

Friday Oct 25, 2019
Byggðastefna framtíðarinnar
Friday Oct 25, 2019
Friday Oct 25, 2019
Kannski er einfaldast að lýsa skynsamlegri byggðastefnu með eftirfarandi hætti:
Byggðastefna framtíðarinnar felst fyrst og síðast í því að draga úr opinberum afskiptum og áhrifum stjórnmálamanna og embættismanna á daglegt líf almennings – að tryggja valfrelsi borgaranna til starfa og búsetu.

Wednesday Oct 23, 2019
Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru
Wednesday Oct 23, 2019
Wednesday Oct 23, 2019
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kemur hreint fram og segir hlutina eins og þeir eru. Hann þolir illa pólitískan réttrúnað. Brynjar er fyrsti gestur minn og við förum yfir víðan völl.

