Óli Björn - Alltaf til hægri
Ef sjálfur ei leggur í sölurnar neitt …

Ef sjálfur ei leggur í sölurnar neitt …

December 25, 2019

Í sam­fé­lagi nú­tím­ans hef­ur trú­in verið tor­tryggð. Við sem tök­um und­ir með þjóðskáld­inu og trú­um á tvennt í heimi; Guð í al­heims­geimi og Guð í okk­ur sjálf­um, erum sögð ein­feldn­ing­ar og af sum­um jafn­vel hættu­leg. Í hraða nú­tím­ans er sú hætta fyr­ir hendi að við tök­um upp siði Bakka­bræðra sem töldu sig geta bjargað glugga­leysi með því að bera sól­ar­ljósið inn í bæ­inn. Í pre­dik­un í Hall­gríms­kirkju á öðrum degi jóla árið 2002 velti herra Sig­ur­björn Ein­ars­son bisk­up því fyr­ir sér af hverju krist­in trú ætti und­ir högg að sækja:

„Maður nú­tím­ans á erfitt með að skilja að það sé ein­hvers virði sem ekki þarf að kaupa eða kló­festa. Hann get­ur svo mikið sjálf­ur. Er það ekki þess vegna sem krist­in trú er svo lít­ils met­in af mörg­um? Hún er rétt eins og sól­in, sem bara gef­ur geisl­ana sína og heimt­ar ekk­ert annað en að fá að lýsa og verma og gefa líf.“

Séra Karl V. Matthíasson fékk mig til að flytja stutta hugvekju á öðrum sunnudegi aðventu í Guðríðarkirkju. Ég sótti í smiðju herra Sigurbjarnar Einarsson en sagði einnig frá afa mínum, Guðjóni bakara, sem 24 ára gamall kom ungri ekkju og fimm börnum hennar til aðstoðar. Og mér er lítil vísa séra Valdimars Briem hugleikinn:

Það engin er dyggð þótt þú elskir þá heitt

sem ástríki mesta þér veita.

Ef sjálfur ei leggur í sölurnar neitt

þá síst má það kærleikur heita.

Kerfið er alltaf á vaktinni

Kerfið er alltaf á vaktinni

December 22, 2019

Kerfið er á vakt­inni yfir eig­in vel­ferð og þegar að því er sótt get­ur það sýnt klærn­ar. Dæm­in eru mörg, misal­var­leg og hafa valdið ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um fjár­hagstjóni en einnig a.m.k. tíma­bundn­um álits­hnekki og erfiðleik­um. Tvö ný­leg dæmi eru langt frá því að vera þau al­var­leg­ustu held­ur gefa þau ákveðna inn­sýn í inn­gró­inn hugs­ana­hátt kerf­is­ins. Annað dæmið snert­ir Seðlabank­ann og sam­skipti við blaðamann, hitt er viðbrögð for­ráðamanna og vel­unn­ara Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins við frum­varps­drög­um ráðherra sam­keppn­is­mála sem lögð hafa verið fram til kynn­ing­ar og umræðu.

Múr skammarinnar

Múr skammarinnar

December 18, 2019

Árið 1989 riðaði sósí­al­ism­inn til falls í Aust­ur-Evr­ópu. Sov­ét­rík­in glímdu við gríðarlega efna­hags­lega erfiðleika og mat­ar­skort. Í Póllandi hafði frels­is­bylgja þegar náð að leika um landið und­ir fán­um Sam­stöðu. Í ág­úst mynduðu tvær millj­ón­ir íbúa Eystra­salts­ríkj­anna – Eist­lands, Lett­lands og Lit­há­ens – 600 kíló­metra langa keðju þvert yfir lönd­in, til að krefjast sjálf­stæðis frá Sov­ét­ríkj­un­um. Ung­verja­land opnaði landa­mær­in til Aust­ur­rík­is.

Nokkr­um mánuðum fyr­ir fall múrs­ins – sem Willy Brandt kallaði múr skamm­ar­inn­ar – hafði heim­ur­inn hins veg­ar verið minnt­ur óþyrmi­lega á hversu reiðubún­ar alræðis- og kúg­un­ar­stjórn­ir eru til að beita eig­in lands­menn of­beldi.

Öflugt tæki til jöfnuðar

Öflugt tæki til jöfnuðar

December 15, 2019

Það er rannsóknarefni að enn skuli rifist um verkaskiptingu hins opinbera og einkafyrirtækja, hvort heldur á sviði heilbrigðisþjónustu eða menntunar. Íslensk heilbrigðisþjónusta kemst ekki af án einkarekstrar. Íslenskt menntakerfi er blómlegra og öflugra vegna sjálfstætt starfandi skóla – Ísaksskóli, Hjallastefnan, Verslunarskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Ég hef orðið fyrir vonbrigðum vegna þess hversu illa hefur tekist að innleiða með skipulegum hætti samkeppni um þjónustu sem við höfum tekið ákvörðun um að standa sameiginlega undir.

Ríki barnfóstrunnar

Ríki barnfóstrunnar

December 14, 2019

„Almenningur er fávís og því þarf að hafa vit fyrir honum og verja gagnvart sjálfum sér."

Auðvitað er þetta aldrei sagt upphátt en er þó grunnstefið í hugmyndafræði stjórnlyndra manna, sem telja nauðsynlegt að ríkið sé alltumlykjandi. Án barnfóstru ríkisins sé hætta á að einstaklingar fari sér að voða eða valdi samferðamönnum sínum skaða. Ekkert mannlegt er barnfóstrunni óviðkomandi og vandmál eru hennar sérgrein. Þetta vita hinir stjórnlyndu og við hin sitjum aðgerðalítil hjá. Stjórnsýslan, fjölmiðlar og stjórnmálin eru gegnsýrð af hugmyndafræði barnfóstruríkisins. Ekkert vandamál er of lítið og ekkert of stórt til að barnfóstran sé ekki kölluð á vettvang. Og nú þarf fóstran ekki aðeins að huga að íslenskum „kjánum“ heldur ekki síður að þeim þúsundum erlendra ferðamanna sem streyma til landsins.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App